Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, desember 31, 2006

Takk fyrir það gamla

Árið að líða og við lítum til baka, hvað stóð uppúr 2006 hjá litlu fjölskyldunni í Boston.
Í janúar vorum við að koma okkur fyrir í Boston eftir að hafa flutt út um miðjan december 2005. Magga byrjaði í skólanum, Gummi fór í fæðingarorlof og Hrafnkell svaf. Við afhentum verslunarmönnum í Boston flest alla okkar peninga, í staðinn fengum við mumblur og tól. Ekki má gleyma skrúðgöngunni sem við tókum þátt í á First Night.
Fullt af skemmtilegu fólki kom í heimsókn fyrstu mánuðina, Ása mamma og Árni pabbi í des.-jan., Halla mamma í feb., Ósk og Ingi í mars og að lokum Helga, Gummi Anton og Helgi Sigurður í apríl.
Í maí lauk fyrstu önn hjá Möggu og það rigndi svo mikið að byrjað var að leka inn í íbúðinna okkar, því flúðum við til Aruba, sem var lúxus ferð frá A-Ö og jafnvel lengra en Ö.
Júní, júlí og fram í ágúst vorum við á Íslandi, fátt gerðist annað en vinna, sofa, vinna og sumarbústaðarferðir.
Í ágúst vorum við kominn til Boston í æðislegt sumarveður, Gummi byrjaði í meistaranámi og önn tvö byrjaði í meistaranámi Möggu. Við tók stíf dagskrá til jóla, Magga læra, Gummi hugsa um Kela, Gummi læra, Magga hugsa um Kela.
Í september komumst við að því að það er leiðinlegt að kaupa bíl en veðrið var gott.
Í október fór Hrafnkell að labba og byrjaði í leiktímum hjá Gymboree. Halla mamma kom í heimsókn og Beggi, Ester og Ragnhildur Sara áttu stutt innlit.
Í nóvember var Þakkargjörðarhátið, Ása mamma og Árni pabbi komu í heimsókn og svo fórum við öll saman til New York.
Í desember voru próf og svo próflok. Hrafnkell var skráður í leikskóla tvo daga í viku og byrjar 2 janúar, hann er búin að fara tvisvar í aðlögun og er ekki viss hvort hann sé sáttur eða ekki. Að lokum nutum við jólanna þrjú í kotinu.
Framundan er nýtt ár sem mun einkennast af lærdómi og skemmtilegheitum.

mánudagur, desember 25, 2006

Óskum ykkur gleðilegra jóla

laugardagur, desember 23, 2006

Ahhh jólafrí...

Tveir dagar í jól og nýjar myndir og myndband á barnaneti.
Myndbandið er af Hrafnkeli þar sem hann bendir á vin sinn Bubba og segir bububububbi, eða það held ég. Þar getum við einnig séð Hrafnkel borða með guðsgöflunum ferskt pasta með ljúfengri pastasósu .
Upphafsatriði Bubbi Byggir á YouTube er hér fyrir þá sem vilja læra lagið utanaf.

Hér eru feðgarnir í keppni, hver getur blásið á fleiri kerti í einu.
Húsmóðirin á heimilinu útbjó dýrindis konfekt
Hér er Guðmundur í jólastuði að pakka inn jólagjöfum og hlusta á trommusláttinn í laginu "jólin eru að koma"

fimmtudagur, desember 21, 2006

bostonlif.com

Hei, vildi bara láta vita að hægt er að komast inn á síðuna með því að nota slóðina
bostonlif.com
Fyrir þá sem eiga erfitt með að muna blogspot á eftir bostonlif. Vona að þetta muni gera líf ykkar einfaldara.
Annars er ég búin í prófunum og var að enda við að skreyta jólatréið nakinn.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Ný myndbönd á Barnanetsíðu

já hvorki meira né minna og öll tekin í desember, ekkert gamalt svindl eins og síðast.
En héðan er allt gott að frétta Gummi klárar síðasta prófið sitt á morgun. Húrra, húrra! Svo á hann afmæli daginn eftir, verkefni morgundagsins: kaupa kerti á kökuna, geri ráð fyrir að fá magnafslátt.
Við erum loksins búin að kaupa jólatréð, tveggja metra hátt gervijólatré "pre-lit" s.s með áföstum perum ekki slæmt, fengum það á afslætti þar sem flestir eru búnir að kaupa og skreyta tréin sín fyrir löngu síðan. Nú er bara aðalhöfuðverkurinn hvar það eigi að vera? Sé fyrir mér að það endi úti á svölum.
Skruppum í Toys'r'us og keyptum yfir okkur af gjöfum til Hrafnkels en það er leyfilegt því allt er svo ódýrt, við mamma erum búin að gera verðsamanburð og hann er allt upp í 5-faldur þ.a það er ekkert annað en eðlilegt að Hrafnkell fái fimm sinnum meira dót hér heldur en ef við værum heima.
Jæja ætla að hoppa uppí rúm með nýja people blaðið mitt þar eru víst nýjar fjölskyldumyndir af Jolie og pitt það er góður skyndibiti fyrir sálina..

Bestu kveðjur,
Magga

p.s ein mynd fylgir frá jólaballi Ísfólksins

Hrafnkell að ná í íslenskt jólasveinanammi, við bíttuðum svo við hann á jólapokanum og mandarínu, hann var sáttur, svo rifum við foreldrarnir í okkur nammipokann á leiðinni heim, namminamm það var svo gott, nóasúkkulaði, púkahlaup og töggur, það gerist ekki betra

sunnudagur, desember 17, 2006

föstudagur, desember 08, 2006

Lönd og fylki...

Lönd sem Magga og Gummi hafa komið til...
Við eigum langt í land, verðum a.m.k að ná 50%. Hrafnkell er kominn með 3 lönd á sinn lista.
Visited 18 countries (8%)North America
United States
Central America and the Caribbean
Aruba
Europe
Austria, Belgium, Denmark, Germany, Italy, Netherlands, Switzerland, France, Iceland, Luxembourg, Norway, Spain, Faroe Islands, Greece, Monaco, Sweden

Svo eru það fylkinn í USA
Visited 7 states (13%)
Connecticut
Florida (bara Magga)
Massachusetts
Vermont
Maine
New Hampshire
New York

Gerðu þitt eigið kort hér

miðvikudagur, desember 06, 2006

Vantar þig barnapíu...

Eða barnastrák

Ef einhvar er að leita af barnapíu þá er hann Jordan 13 ára tilbúin að passa fyrir þig en þó ekki fleiri en 4 börn í einu. Jordan getur líka passað hundinn þinn. Svo þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að skutla Jordan heim því hann er með far fram og til baka.

Auglýsingin hans Jordans
http://boston.craigslist.org/gbs/kid/244738534.html

mánudagur, desember 04, 2006

Uppfærð Barnanetsíða


Var að uppfæra barnanetsíðuna loksins, Það er s.s komin nóvemberalbúm og hvorki meira né minna en þrjú ný myndbönd.

sunnudagur, desember 03, 2006

Kuldaboli er mættur

Jólatréð fyrir utan Northeastern


Það er orðið kalt í Boston, í fyrradag labbaði ég í skólann á peysunni, í gær fór ég í skíðaúlpunni minni með risatrefilinn frá langömmu hans Hrafnkels og ég var samt með hroll. Horfðum á DaVinci Code í gær hún var góð en bókin er betri. Gummi er slappur, Hrafnkell er sofandi og ég er að fara í jólakortagerð á vegum íslendingafélagsins, það verður notalegt að fá sér heitt kakó í kuldanum brr. Það er ekkert að frétta af vinnumálum, var að spjalla við einn kennarann minn og hann sagði það skipta máli frá hvaða landi maður kæmi og það væri jákvætt að vera frá Evrópu, gott að vita að ég fæddist inn í rétt lið. Er annars að bíða eftir svari frá Prófessorinum mínum sem ætlaði að tala við tvö orkufyrirtæki fyrir mig. Annars eru bara tveir skóladagar eftir hjá mér og svo bara lokapróf. Er búin að skrifa öll jólakortin, ætlaði að senda þau í gær en það var röð út að dyrum eins og alltaf á pósthúsinu, hvað er fólk svona mikið að senda allan ársins hring, ætla kannski að skella mér með upptökutæki á pósthúsið og taka viðtal við fólkið spyrja það hvert það sé eiginlega að senda alla þessa pakka, kannski ég geri svo heimildarmynd um þetta allt saman, ''Mailing in America''. Amber mamma hans Rhodes félaga hans Hrafnkels er með ljósmyndasýningu á Starbucks á Mass ave. mæli með að allir sem vettlingi geta valdið kíki á það.
Jæja best að skella sér undir bununa.

föstudagur, desember 01, 2006

Hrafnkell í garðinum

Við feðgarnir vorum mættir snemma í garðinn, Í dag fannst Hrafnkeli gaman að moka í sandkassanum og labba upp og niður brekkurnar. Bæ Þe Vei í gær var 19c og í dag er 18c, býst við að það þýði að það fari kannski að kólna bráðlega...