Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Celtics vs. Knicks

Alltaf stemming í TD Banknorth Garden
Fór með pabba á leik á föstudaginn

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Bloggkvíði, New York og skemmtilegar myndir

Ég er búin að þjást af svokölluðum bloggkvíða síðustu daga, myndirnar búnar að hlaðast upp og bíða óþreyjufullar eftir að verða sýndar umheiminum. Til þess að ég geti lært með ró í hjarta verð ég að skila af mér bloggi svona rétt áður en ekkert merkilegt gerist í lífi okkar Bostonbúa næstu tvær vikurnar þar sem þær munu einungis einkennast af lærdóm.
Við erum aldeilis búin að njóta þess að vera í Þakkargjörðarfríi, skruppum til NY í eina nótt sem var auðvitað mikið ævintýri. Hrafnkell fékk jólaklippinguna og vel það þar sem hún verður víst að duga í hálft ár, það er svo mikil breyting að hinir foreldrarnir og kennarinn í leikfiminni höfðu sérstaklega orð á því hvað hann væri fínt klipptur. En þar sem Hrafnkell hefur svo rosalega gaman af barnaleikfiminni ætlum við að skrá hann í annan hóp til viðbótar þar sem þemað er músík, ég efast ekki um annað en að Hrafnkell njóti þess í botn þar sem hann nýtir hvert tækifæri til að dilla sér þegar hann heyrir í tónlist. Hann kann svo að benda á nefið á sér, er að reyna að kenna honum eyrun en það gengur eitthvað brösulega. Aðalsportið hjá honum þessa dagana er að koma aftan að okkur foreldrunum og banka í bakið á okkur og svo fær hann eitt stykki hláturskast þegar við lítum við.. Hann kann að kyssa, og ef mar biður um koss þá fær maður lágmark fimm í viðbót.
Ég var búin að ákveða að vera með plastjólatré í ár þar sem það tekur minna pláss en svo þegar ég fann lyktina á jólatrjánum sem er verið að selja fyrir utan Whole Foods market í morgun þá er ég aftur orðin óákveðin.
En já það var margt skrítið og sniðugt í New York en skrítnastur fannst mér maðurinn sem ég hitti í lyftunni, hann setti upp þrívíddargleraugu og spurði svo hvort ég væri í grænum nærbuxum?.. ég átti bara ekki orð og á það ekki ennþá!
Kalkúnninn sem Tengdó eldaði á fimmtudaginn var auðvitað ljúffengur , hvað annað þrátt fyrir að ég hafi einungis komið niður nokkrum bitum sökum magaveilu, þá fengu hinir sér auðvitað oft á diskinn. Hrafnkell fékk líka kalkún með bestu lyst það segir kannski allt sem segja þarf þar sem hann setur sko ekkert hvað sem er inn fyrir sínar varir.

En jæja nóg blaður tími fyrir skemmtilegar myndir..

Þakkargjörðarmáltíðin, allir í lit nema Magga

Hrafnkell að photoshopa myndina, úfinn af spenningi

Amma og Lubbkell

Skoðunarferð um Bentley Campus og Hrafnkell tekur 100 metrana

Gummi og tölvuverið

Afi og Lubbkell í Bentley

Mætt á Hilton, New York og Afi reynir hér að hrista jógúrtið uppúr nafna

Mætt í fjörið og allir með bensín..

Foreldrarnir og klikkaði sonurinn

Falleg gluggaskreyting í Macy's

Þeir sem hafa séð Superman1 ættu að muna eftir þessum diner..

Mætt á minnangarstað 9/11

Þar eignaðist Hrafnkell félaga sem vildi ekki sleppa honum, það þurfti eina konu, fullvaxta karlmann og tvo krakka til að losa þá..

Gumma dreymir um að verða native american..

Mátað hjól í Toys'r'us á tímatorginu

Í höll mannsinns með gull hárið, Magga, Ása og Árni í Trump Tower

Hrafnkell á hundabaki í F.A.O Swarts dótabúðinni

Jólalögin spiluð á gólfpíanó

Hrafnkell á röltinu í Central Park

Fjölskyldan í Central Park

Ein barnaspurning í lokin.. Hvar er Hrafnkell?

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Tengdó mætt, Þakkargjörð og allir sprækir.. allavega flestir

Jæja loksins er maður komin í þakkargjörðarfrí, kennarinn í erfiða kúrsinum mínum sá ástæðu til að þræla okkur út og lét okkur hafa taka heim próf til að skila rétt fyrir frí. Ég var þetta svakalega heppin að tengdó komu fjóra daga fyrir skiladag þ.a ég fékk að flytja með nesti og nýja skó uppí skóla og sat ég þar sveitt yfir tölvunni eins og rjúpan við staurinn að sjóða saman stýringu sem eitthvað vit var í.. hvernig það gekk veit nú enginn en ég skilaði í gær og það er fyrir öllu.
Klukkan 5 í morgun var ræs, allir höfðu sitt verkefni, ég sá um Hrafnkel, Tengdó sá um nestið og Gummi um að hita bílinn, stefnan var tekin á dagsferð til Nýju Jórvíkur, eftir 10mín keyrslu og tvo vegatolla skipaði ég bílstjóranum út í kant, og út fuku mjólkurblautir cheerioshringirnir eftir stutta dvöl í veikum malla. Það var nokkuð ljóst að ég var ekki á leið til Jórvíkur í þetta skiptið, u-beygja og næsta stopp Saint Germain street. Nokkrum æluferðum síðar og svolitlum svefni er ég orðin nógu hress til að blogga. Ég er alein í kotinu þessa stundina, þar sem liðið skrapp í Target. Gummi er í því að senda þau í hverja verslunia á eftir annarri, skil ekkert í þessu þar sem ég er nokkuð viss um að þau séu nú þegar búin að toppa alla verslunarbrjálæðingana sem hafa heimsótt okkur og þar á meðal, Ósk og Inga sem hafa trónað á toppnum síðan í mars, ég er allavega hætt að sjá í útidyrahurðina mína..
Annars er búið að vera virkilega notalegt að hafa gestina okkar, við fóum með þau út að borða á Houston aðal steikarstaðinn hér í Boston á laugardagskvöld og Lára supernanny var svo indæl að passa kelirófunu á meðan. Í gær fór Gummi svo með settið í Burlington Mall og L.L Bean útivistarbúðina.
Á morgun er svo Þakkargjörðardagur, þá er allt lokað og því var Kalkúnn og með því keypt í gær og að sjálfsögðu strawberry cheeskake í eftirrétt.. nammnamm ég er greinilega að hressast.
Læt hér fylgja nokkar myndir með eins og alltaf í lokin.

Hrafnkell var svo heppin að fá Ragnhildi frænku sína í heimsókn um daginn

Mættur í Gymboree leikfimitíma

Ekki bend'á mig.. sápukúlugaman..

Hrafnkell fékk að opna jólapakkann frá ömmu Höllu þar sem hann þarf að fara að nota innihladið. Hér les hann á kortið hátt og skýrt svo allir heyri

Eftir að hafa lesið á kortið klæddi hann sig sjálfur í jólagjöfina.

Komin með hettuna og allt, nú fer manni að verða soldið heitt..

Amma Ása og Afi Árni gáfu Hranfkeli tuskudúkku að nafni Helgi

Helgi er voða vinsæll eins og sést á þessari mynd

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Hvar er Hrafnkell

Hrafnkell i laufbladatynslu

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Blondie mc'pretty

mánudagur, nóvember 13, 2006

Tilkynning

Halló halló, er með smá tilkynningu,
þar sem Tengdó (Ása og Árni) eru að koma til okkar núna á föstudaginn, mæli ég með því að þeir sem vilja spara sér sendingarkostnað á jólapökkum til Hrafnkels er bent á að hafa samband við tengdó í síma 587-4388 og Gsm: 663-3599.
Annars er allt brjálað að gera hjá okkur og því ekki mikið líf á þessari síðu, ég fór með Gumma og Hrafnkeli í barnaleikfimina í morgun annars fara þeir alltaf bara tveir feðgarnir þar sem hún er á mínum læritíma, ég tók auðvitað nokkrar myndir en gleymdi svo myndavélinni í hanskahólfinu og nú er Gummi á bílnum í skólanum, set þær inn við fyrsta tækifæri.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Hrafnkell ad borda blaber

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

mánudagur, nóvember 06, 2006

Bokasafnid i Bentley tar sem eg eydi fritima minum ; <

föstudagur, nóvember 03, 2006

J.T in da House!!


Af því ég er soddan Hani, nánar til tekið Monthani þá get ég ekki hamið mig þessa stundina.
Því góðvinur minn og félagi Justin Timberlake ætlar að heimsækja okkur hér í Boston í febrúar. Hann mun halda þetta risashow með fullt af vöðvastæltum og kaffibrúnum dönsurum.. haba haba og við ætlum að sjálfsögðu ekki að láta okkur vanta þ.a nú þurfum við bara að redda okkur barnapíu og ég held ég fái mér tvær, eina til vara.

Svo prófaði ég áðan að googla Google, það var gaman.. held samt að tónleikarnir verði skemmtilegri sérstaklega ef það verður eitthvað um svona rassagrípingar, Pink verður þarna með honum kannski hún verði heppin..

Þetta er samt skrítin mynd hér að ofan það er eins og Kyle sé bara með eina löpp??

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Stofufangelsi

Er búin að vera að vinna í svokölluðu taka-heim-prófi síðustu daga, einu sinni hugsaði ég hmm.. taka-heim-próf það er ekkert mál! En ekki lengur, ég er búin að vera í stofufangelsi síðustu daga, alltaf þegar ég horfi út um gluggann þá líður mér eins og ég sé að brjóta skilorð.. svo ofaná allt þá er taka-heim-próf miklu erfiðara en tímapróf til þess að maður nýti örugglega allann skilafrestinn og aðfaranótt skiladags líka.
En nóg um það. Mammsa var hjá okkur í síðustu viku sem var náttúrulega bara yndislegt fengum að sofa út á hverjum morgni halelúja!
Fórum í tvo bíltúra með múttu, fyrst mega krúttlegan bæ sem kallast Rockport, og svo seinna í Burlington mall sem er í c.a 30mín keyrslu frá okkur.
Set hér inn nokkrar myndir frá mömmuheimsókn og síðustu dögum.. einnig eru líka komnar nýjar myndir í október albúm á barnanet síðunni.

Ég og mamma í town of Beverly.. ekki hills samt

Hrafnkell að velja grasker í Beverly

Town of Rockport

Harbor of Rockport

Gummi, Hrafnkell og Mamma að snæða í Rockport

Karamellugerð í Rockport

Mammsa á Cheescake með matarskammt fyrir 3

Mamma í Burlington Mall við jólaskreytingarnar

Graskerið litla sem ég skar út í tilefni Halloween

Hrafnkell að horfa á pabba setja saman nýju tölvuna