Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, mars 30, 2007

Fékk styrk!

Já haldiði að Magga litla hafi ekki landað eitt stykki styrk frá Landsvirkjun, því miður komst ég ekki sjálf á afhendinguna en móðir góð sá um að taka við ávísuninni fyrir mig eins og sést á meðfylgjandi mynd. En hér fyrir neðan má sjá lýsinguna sem lesin var upp þegar styrkurinn var afhendur, náði lýsingunni af heimasíðu landsvirkjunar en þar er einnig hægt að lesa um aðra styrkþega www.lv.is
"Margrét Edda Ragnarsdóttir
fæddist árið 1979. Hún lauk B.Sc. prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og stundar nú meistaranám í raforkuverkfræði við Northeastern University í Boston, í Bandaríkjunum. Meistaraverkefni Margrétar heitir „Aukin spennugæði í raforkukerfum“. Markmið verkefnisins er að sýna fram á nákvæmari leið til að auka spennugæði í raforkukerfum sem innihalda ólínulegt álag, en það er algengt hjá stórum iðnfyrirtækjum eins og álbræðslum. Niðurstöður verkefnisins gætu nýst til að minnka töp í raforkukerfinu og þar að leiðandi minnkað framleiðsluþörf í virkjunum. Sú umframorka sem fengist væri hægt að nýta sem varaafl eða selja til annarra viðskiptavina."

Ég var að eignast litla sæta frænku!Hún er víst kölluð Pokahontas, 49cm og 13merkur. Fæddist 14mín yfir miðnætti, hún á s.s afmæli 30.mars. Móður og barni heilsast vel.
Til hamingju Ingibjörg og Árni!

fimmtudagur, mars 29, 2007

Hrafnkell a leikskolanu, vildi ekki koma heim, vildi bara eiga heima i tessu husi

Hrafnkell fékk spennu í hárið í tilefni þess að litla frænka er að koma í heiminn í dag, honum líkaði spennan bara vel enda nú er ekkert hár í augunum lengur. En pabbi er ekki eins hrifinn og við vitum svo sem að spennan fær að fjúka þegar hann kemur úr sturtu. En þetta var good while it lasted!

Hrafnkell og Mammsan

föstudagur, mars 23, 2007

Jæja kallar og kellingar tími til komin að blogga

Eins og flestir sem lesa þetta blogg hafa áttað sig á, er búið að vera ofsalega mikið að gera hjá okkur, ritgerðir, skýrslur og próf hafa verið að hrjá okkur skötuhjú að ónefndum heimadæmum og heimalestri. Þetta hefur kallað fram óæskilega vöðvabólgu með tilheyrandi höfuðverk. En allt tekur enda um síðir eins og máltækið segir, það mun róast til muna hjá mér þegar ég klára kúrsinn minn 18.apríl og þá get ég einbeitt mér að lokaverkefninu mínu 100%.

Annars er vor í lofti hér í Boston og ilmurinn nær allaleið inn í eldhús til mín, já ég get ekki sagt annað en "I love Boston in the springtime" Allir svo glaðir hér á vorin alveg eins og á Íslandi þegar sólin skín.

Eins og flestir vita þá átti ég afmæli á mánudaginn, fyrir þá sem eru ryðgaðir í útreikningi ártala þá varð ég hvorki meira né minna en 25c, og fyrir klúrar hugsanir þá tengist þetta ekkert brjóstastærð, þetta er bara mjög gott og nytsamt kerfi sem góðvinkona mín hún Björg fann uppá fyrir okkur yngismeyjarnar sem lítum ekki út fyrir að eldast um einn dag frá ári til árs.
Þar sem ég átti að fara í próf á afmælisdaginn minn og Gummi bókaður í tíma til 10 um kvöldið ákváðum við að gera okkur dagamun á sunnudagsköldið þann 18.mars. Gummi hafði pantað borð á þessum frábæra franska stað Pigalle í leikhúsahverfinu, namminamm geggjaður matur og eftir mat brugðum við okkur á hinn frábæra píanóbar Encore þar sem lifandi píanótónlist og söngur fékk að leika um tónþyrst eyru Bostonbúa. Þar minnti ég Gumma á að það eina sem mig langaði til að setja í gámin þegar við flytjum heim er Píanó, ohh hvað ég þrái að byrja aftur að læra og svo að kenna Hrafnkeli líka ef hann hefur áhuga.

En af litla krónprinsinum er allt gott að frétta, hann er ávallt sprækur sem lækur og nýjasta nýtt er að hann neitar að leggja sig með snuddu á leikskólanum, ef honum er rétt snuddann þrusar hann henni barasta þvert yfir salinn, snýr sér á hina hliðina og fer að sofa, einhver mótþrói í gangi sem við erum ekki alveg að skilja, amma halla er alveg viss um að hann sé svo mikill töffari á leikskólanum að hann geti ekki verið með snuddu þar. En þegar við náum í hann er hann allur á iði þangað til hann fær snudduna sína og koddann sinn til að vera með í bílnum á leiðinni heim, svo þegar heim er komið er alveg ómögulegt að ná snuddunni frá honum soldið eins og hún hafi verið límd upp í hann með tonnataki. Kannski er hann að ná upp lost time.. er ekki viss.
Uppáhaldsmaturinn hans þessa dagana er án efa hakk og spagettí og pizza kemur þar fast á eftir. Gáfum honum svo "ryksugu" um daginn alveg eins og Rhodes félagi hans á en þegar hann fór í heimsókn til hans þá var hart barist um ryksuguna og þegar Rhodes fékk að vera með ryksuguna dó Hrafnkell ekki ráðalaus og náði sér í dótagítar og ryksugaði alla íbúðina með honum.

Jæja held þetta sé nóg í bili fyrir bloggþyrsta best að snúa sér aftur að skýrslugerð, svo setti ég nýjar myndir inn á barnanet.

Við Hrafnkell að drepa tímann meðan Papparass tekur sig til, allir á leið í skólann..

Rhodes, Pat og Gummi að snæða morgunverð á sunnudagsmorgni í Whole foods

Beggi kom í mýflugumynd til okkar um daginn á leið sinni til Íslands, hann birtist á þessum karrýgula mustang sem lét mann velta því fyrir sér hvort Beggi væri kannski 10 árum yngri en ég en ekki eldri?

Ég hitti DiCaprio í leigaranum..

..Og hann var svo elskulegur að bjóða mér út að borða.
En við sátum svona hlið við hlið á veitingastaðnum, soldið skondið greinilega eitthvað sem þeir gera þarna í Hollywood

Hvað haldiði að maður finni nú í hillum Whole foods? Gummi keypti 10 dollur, enda sannur íslendingur vanur að kaupa allt á uppsprengdu verði, en dollurnar eru 3svar sinnum dýrari en venjulegt jógúrt hér úti. Heyrst hefur af smjöri og siríus súkkulaði á lagernum..

sunnudagur, mars 04, 2007

pick the right linoleum tile and...

Uppfært 9 mars: Ásdís giskaði rétt, strigaskór. Underground verslunin BODEGA er fallinn bakvið búðarfrontinn. Ef þið eigið leið framhjá labbið þá út í enda búðarinar og stígið á rétta gólfflís og segið "I´m here to look at the sneakers" þá mun leynihurðinn opnast inn í nýja heima. Þeir selja strigaskó sem hafa komið út í takmörkuðu magni (t.d. Nike, Vans, Puma og Adidas) og líka eitthvað af fötum. Flottir strigaskór eru þó aðal málið.

Uppfært 8 mars: Lélegar ágiskanir, tengist ekki mat eða þungunarprófum. Koma svo nota Google. A.m.k er þetta með betri markaðstrixum sem ég hef heyrt um og ég mjög hrifinn af því sem hægt að nálgast þar. Annað hint: Þegar þú kemur inn í búðina er þetta eins og hver annar kaupmaður á horninu, hins vegar hefur afgreiðslumaðurinn takmarkaðan áhuga á að selja þér brauð og mjólk. Einnig er hlegið í laumi af þeim sem koma til að kaupa matvörur og stundum er þeim vísað á dyr .
Uppfært 6 mars: Hvernig er það þorir enginn að giska hvað það er sem er selt þarna innan dyra.
Hint: Versluninn er á Clearway Street.

Best geymda leyndarmálið í næstu götu, ætli hér sé selt eitthvað fleira en þvottaefni og klósó.

Sumarið er tíminn.... þegar mér líður best.
Við fengum aldeilis smjörþefinn af sumrinu í gær, hitinn fór upp í 10 stig og er ég nokkuð viss um að hver einasti bostonbúi hafi prýtt götur og garða Boston í gær. Við létum ekki segjast og skelltum okkur í göngutúr í garðinn. Í því tilefni eru nýjar myndir á Barnaneti og nýtt myndband!