Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, ágúst 27, 2006

"Welcome dinner" í Bentley fyrir erlenda nemendur

Skelltum okkur í mat með hinum erlendu nemendunum bæði "undergraduate" og "graduate". Boðið var upp á þennan dýrindis mat. Allir þurftu að kynna sig sem voru að hefja nám og kom í ljós að nánast allir erlendir "graduate" voru annað hvort frá Indlandi eða Kína vá hvað íslendingurinn skar sig út. Í næstu viku verður hvert coctail partýið á eftir öðru fyrr meistaranemana, verst að ég þarf að vera á bíl. Ég fæ þó að smakka á snittunum.

Hrafnkell vildi endilega sitja fremst
Hvar er Valli (Magga)

Nýju svalahúsgögnin okkar

Ykkur er öllum boðið í svalapartý bara hvenær sem er, við eigum réttu græjurnar.

Nautnaseggir

föstudagur, ágúst 25, 2006

Verslunarleiðangur

Hin fimm fræknu skelltu sér í smá verslunarleiðangur í gær byrjuðum á sænskum slóðum í IKEA þar sem við Gummi fengum okkur langþráða skógrind og kipptum að sjálfsögðu einu skóhorni með í leiðinni, þ.a mamma þú getur sleppt því að taka með þitt eigið næst þegar þú kemur í heimsókn;) Fengum okkur svo þennan fína standlampa í stofuna með dimmer, en fyrir þá sem ekki vita þá dó standlampinn sem við keyptum í Economy Hardware áður en við fórum til Íslands sem gerði líftíma hans ekki nema rétt rúman mánuð, þ.a við höldum okkur bara við sænska gæðavöru héðan í frá. En við enduðum IKEA túrinn að sjálfsögðu með því að fá okkur volga sænska kanelsnúðua sem bráðna í munni en ekki í hendi. Þvínæst var ferðinni heitið í Home depot og þar völdum við okkur gervigras á svalirnar og eitt stykki pottaplöntu. Verslunarleiðangurinn endaði svo með útsýnisferð um völundarhús Jordans í Jordan's furniture. Hér koma nokkrar vel valdar myndir úr ferðinni:

Gummi og Hrafnkell að bíða eftir dræverunum
Hrafnkell vildi þennann sófa í stíl við peysuna sýna
Í barna-ikea
Mætt í Home Depot
Rúmúrvalið í Jordan's furniture

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Morgunhanar!

Tja eða kannski meira morgunhani þar sem Hrafnkell neitar að snúa sólarhringnum við í einum svipan og vekur okkur foreldrana á slaginu 5, vonaðist nú til í nótt að þetta yrði allavega 6 þar sem hann lognaðist út af kl 19:00 í gærkveldi en nei nei fram vill hann klukkan 5 þrátt fyrir kolniðarmyrkur. Nú er klukkan 6:12 og ekki annað í stöðunni en að blogga smá meðan feðgarnir kíkja á næturdagskrána í sjónvarpinu.
Við höfum tekið upp úr töskunum og nú er stefnan tekin á Ikea og Home depot á næstu dögum þar sem okkur vantar standlampa í stofuna og svo ætlum við eitthvað að innrétta svalirnar okkar.
Ásdís og Doddi horfðu með okkur á Supernova úrslitin í gær þar sem þeim vantar enn tvo mikilvægustu hluti heimilisins: Sjónvarp og Sófa.
Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir af því þær segja víst meira en mörg orð:

Feðgarnir bregða á leik

Á leið í búðina að versla í matinn

Diskinn og skeiðina náði hann sjálfur í upp úr ferðatöskunni hlammaði hann sér svo á ganginn og var í því að pota skeiðinni ofaní diskinn og stinga henni svo upp í sig, hann er greinilega pent að láta okkur vita að hann geti þetta alveg sjálfur.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Komin í kotið

Heimferðin gekk vel að mestu leiti.
Hrafnkell er orðinn aðeins sjálfstæðari en þegar við fórum í flug til Íslands í lok maí. Hann varð að fá að hreyfa sig og því skreið hann fram og til baka um flugvélina og hljóp (með hjálp frá pabba og mömmu) öðrum farþegum til gleði. Prinsinn svaf þó í klukkutíma í þessu 5:20 klst flugi. Vélin var náttúrulega yfirbókuð því urðum við að sitja með hann í fanginu allan tímann, miðað við styrk og skap tel ég að við munum bóka sæti fyrir Kela í næstu flugferð.
Þegar lent var kl. 18:20 á staðartíma var hitinn 28 gráður, aðeins frábrugðið rokinu og rigningunni sem kvaddi okkur á Leifstöð.
Við heimkomu urðum við glöð að sjá dótið okkar aftur og þá sérstaklega Hrafnkell sem ljómaði allur og skemmti sér konunglega. Hrafnkell lék sér að öllum þroskaleikföngunum eins og sannur Einstein, hann þurfti hjálp áður en við fórum til Íslands en nú þurfti hann enga leiðsögn náði þessu öllu í fyrstu tilraun. Einnig virðist Hrafnkell hafa stækkað töluvert því þegar hann settist í tripp trapp stólinn sinn var stillinginn orðin allt of lítill fyrir hann.
Jæja nú eru Doddi og Ásdís á leið til okkar því við ætlum að horfa á Rockstar í beinni.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Brottför

Smá uppfærsla.
Við munum kveðja Ísland þann 22 ágúst.