Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, ágúst 25, 2006

Verslunarleiðangur

Hin fimm fræknu skelltu sér í smá verslunarleiðangur í gær byrjuðum á sænskum slóðum í IKEA þar sem við Gummi fengum okkur langþráða skógrind og kipptum að sjálfsögðu einu skóhorni með í leiðinni, þ.a mamma þú getur sleppt því að taka með þitt eigið næst þegar þú kemur í heimsókn;) Fengum okkur svo þennan fína standlampa í stofuna með dimmer, en fyrir þá sem ekki vita þá dó standlampinn sem við keyptum í Economy Hardware áður en við fórum til Íslands sem gerði líftíma hans ekki nema rétt rúman mánuð, þ.a við höldum okkur bara við sænska gæðavöru héðan í frá. En við enduðum IKEA túrinn að sjálfsögðu með því að fá okkur volga sænska kanelsnúðua sem bráðna í munni en ekki í hendi. Þvínæst var ferðinni heitið í Home depot og þar völdum við okkur gervigras á svalirnar og eitt stykki pottaplöntu. Verslunarleiðangurinn endaði svo með útsýnisferð um völundarhús Jordans í Jordan's furniture. Hér koma nokkrar vel valdar myndir úr ferðinni:

Gummi og Hrafnkell að bíða eftir dræverunum
Hrafnkell vildi þennann sófa í stíl við peysuna sýna
Í barna-ikea
Mætt í Home Depot
Rúmúrvalið í Jordan's furniture

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home