Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, desember 27, 2009

Update

Depart Boston - Arrival Hafnarfjordur Iceland

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Vegas Baby!!!

Skelltum okkur í útskriftarferð til Vegas, ógleymanleg ferð í alla staði, höldum okkur við máltækið: myndir segja meira en þúsund orð.

föstudagur, maí 30, 2008

Vegasfimmtudagur, maí 29, 2008

Tvöfaldur meistari þann 17 maí 2008

Bentley University, MBA and MS in Information Technology
Hvar er Gummi
Fjölskyldan var öll á svæðinu
Parið
Að lokum, pappírarnir

sunnudagur, maí 11, 2008

Frænkuheimsókn senn á enda

Hrafnkell er aldeilis búin að vera heppinn á þessari önn búin að fá fullt af frændsystkinum sínum í heimsókn svona rétt til að styrkja böndin áður en flutningurinn til Íslands gengur í garð, í kvöld kveðjum við Ragnhildi Söru og Begga ;( en á morgun kemur Anton ;). Lára bankaði uppá áðan og Hrafnkell tók strax á því að rifja upp gamlar minnigar frá því um áramót og hrópaði upp yfir sig: "Anton kominn!". Það er aldeilis búið að vera fjör hjá Hrafnkeli og Ragnhildi síðustu daga, ég hef ekki verið besta vitnið samt þar sem ég er búin að vera meira og minna rúmliggjandi í 7 daga, það var held ég flensan sem náði mér, fyrst einu sinni og svo þegar ég byrjaði að fagna á 4.degi þá náði hún mér aftur... En hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum, njótið vel. Er svo að hlaða inn fleiri myndum á barnanet, allar myndir eru birtar með góðfúslegu leyfi Begga Bró, enda var hann aðalmyndatökumaðurinn.

Hrafnkell og Ragnhildur Sara bregða á leik

Á leið á róló

Á BirgirÓlaBaki

Frændsystkinin mætt í klifurgrindina á Barnasafninu

Hádegismatur á Saint Germain street

Ragnhildur var svoooo góð við Daníel, alltaf að sýna honum nýtt dót, Daníeli til mikillar ánægju

Daníel skemmti sér líka á Barnasafninu

laugardagur, maí 03, 2008

Vígsla Verkfræðings

Ættingjar og vinir bíða eftir að útskriftarnemar gangi til sætis

Útskriftargangan!

Hvar er Magga? Ef vel er að gáð má svo sjá Láru í röðinni fyrir aftan..

Sviðið og hluti af doktorsnemunum

Stór skóli, margir að útskrifast

Stóra stundin orðin að veruleika

Montnasti Verkfræðingurinn

Bara tékka hvort allt sé ekki örugglega rétt á diplomanu

Verkfræðingurinn og Eiginmaðurinn

Verkfræðingurinn, Birgir Óli og Mamman

The Diploma!

Meistarinn fékk kerti í tilefni dagsins

Birgir Óli töffari með desertinn
Hjónin

mánudagur, apríl 28, 2008

Kynning lokaverkefnis - Útskrift á föstudag

Loksins, loksins, lokaverkefni formlega komið í höfn, stóð fyrir kynningu í dag, enda ekki seinna vænna. Það gekk bara ágætlega, þvílíkur léttir sem streymdi í gegnum mig þegar þetta var afstaðið, var svo stressuð fyrir þetta að það bókstaflega lá við yfirliði. Nú er útskrift á föstudaginn kemur 2.maí, note to self: Panta borð fyrir föstudagskvöldið og staðfesta pössun.
Annars er allt gott að frétta af okkur hér í vestri, Hrafnkell er held ég hrifnari af enskunni en íslenskunni, ég veit ekki alveg hvað veldur, hann er kannski að meðtaka hana betur, segir núna alltaf fyrir bókarlestur á kvöldin, "lesa á enku, mamma!". Annars les ég bara enskar bækur á ensku og öfugt, stend ekki í neinum þýðingum kauplaust takk fyrir.
Daníel vill bara standa og standa, frekar erfitt að láta hann sitja á gólfinu, því hann réttir bara úr löppunum og býr til staurfót þegar maður ætlar að láta hann frá sér á gólfið, annars er hann allur að æfa sig í að skríða og er farinn að færa sig upp á fjórar fætur og juða soldið þar.
Annars erum við búin að panta far heim til Íslands þann 1.júní, og maí verður án efa mesti heimsóknarmánuður í sögu okkar Bostonbúa enda líka mikið að gerast, útskrift okkar beggja og sonna (Gummi útskrifast 17.maí). Mamma, Beggi, Birgir Óli og Ragnhildur Sara lenda hér galvösk á miðvikudag, þá verður aldeilis kátt í höllinni eins og jólalagið segir.

Jæja nóg blaður nokkrar myndir af merkisviðburðum síðustu daga..

Tími fyrir kynningu

Mynd af aðal crowdinu: Ali Abur (Skorarformaður Rafmagnsverkfræðideildar), Alex Stankovic (Aðalleiðbeinandinn), Ég;), Hanoch Lev-Ari (Aðstoðar leiðbeinandi), Afsaneh(á myndavélinnni) sagði brandara sem við Alex skildum greinilega bara, kannski Ali sé að hlæja inní sér svo gæti líka verið að Hanoch sé enn að hugsa...

Við Hrafnkell á leið að leika í rigningunni meðan Daníel svaf á sínu græna

Afsaneh að knúsa Daníel

Spekingslegur Hrafnkell sem segist heita Keli ef hann er spurður

Byrjaðir í bílaleik

Í þykjustunni sandkassaleik

Rólan slær alltaf í gegn

Líkir feðgar?

Einn, tveir og ýta, eða one, two puuuush..

Þegar ég ýti rólunum til skiptis og tala í símann í leiðinn veit ég hvernig alvöru soccer mom líður, held samt ég verði að fá mér einn í viðbót til að fá að nota starfsheitið

Pabbinn sér oftast um morgunmatinn meðan nautnaseggurinn lúrir, jamm þannig er það á þessu heimili. Strákarnir alveg steinhissa á að sjá svefngengilinn á vappi!

Sætar sofandi tær