Dagamunur í sólinni - 1 2 3 4 5 dagar í Íslandsför
Fyrst sólin og hitinn lét sjá sig á ný og þrumuveðri er spáð á morgun var ekki annað hægt en að gera sér smá dagamun, skelltum okkur með pikknikk teppið góða í garðinn fína.
Svona að ganni, ef einhverjum langar að bæta matarræðið sitt þá mæli ég með mydinni "Supersize me", við Gummi sátum á öndinni bókstaflega út myndina, þegar hún var hálfnuð varð ég að fjarlægja diet kók flösku og súkkulaði af sófaborðinu, já mæli með að þið setjið ávexti í skál og vatn í glas áður en þið stingið þessari mögnuðu heimildarmynd í tækið. Talandi um heimildarmyndir þá mæli ég líka með myndinni Enron-"the smartest guys in the room" án efa tvær myndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Hér koma svo nokkrar myndir frá sólardeginum góða í dag.
Setið að snæðingi á Finale, stað sem sérhæfir sig í miklu og góðu eftirréttaúrvali
Ef þú hittir þennan í flugvél aukast líkurnar til muna að það verði stöðugt barið í flugvélasætið þitt eða purrað á þig þannig að þú þurfir meira en litla bréfþurrku til að þerra þig og ef foreldrar hans gleyma sér eitt andartak verður án nokkurar viðvörunnar rifið í hárið á þér og ég get lofað þér því að það eru engin vettlingartök þar á ferð
Girnilegir eftirréttir á Finale
Fjölskyldan mætt í Svanabátinn
Hrafnkell gat ekki hamið sig fór beint að heilla dömurnar
Hrafnkell og Gummi að tjilla í sólinni
Endurnar í garðinum vekja ávallt lukku
Hrafnkell á andarbaki
2 Comments:
Hahahaha ég hélt í "Andar"tak að þetta væri alvöru önd sem hann Hrafnkell sæti á. Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta fyrir hönd andarinnar sem Hrafnkell væri á skemmtiferð á. Sá hann fyrir mér fara "mjúkum" höndum um greyið.
Ítölsk pylsa?
Sveitti pylsusalinn á götuhorninu?
Ætlar þú aldrei að læra Guðmundur?
Skrifa ummæli
<< Home