Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, maí 11, 2006

Innipúkar

Síðustu daga erum við búin að vera algjörir innipúkar, Gummi hefur að sjálfsögðu afsökun þar sem hann hefur orðið að læra, en við Hrafnkell höfum enga afsökun aðra en þessa endalausu rigningu, gerðum heiðarlega tilraun til að fara í göngutúr í fyrradag en ég sneri heim þegar ég var rétt komin á Newbury en þá var ég orðin gegnvot í fæturna, svo er það eitthvað við rigninguna sem kallar á að maður leggi sig og hef ég óspart nýtt mér það á meðan skriðdrekinn endurhleður.
En Gummi er núna í þessum töluðu orðum að þreyta prófið mikla og Hrafnkell var að byrja morgunlúrinn sinn, en fyrst Gummi er komin í frí þá mun eitthvað fara að gerast hér fyrir alvöru, í svona rigningu er t.d rignandi stemning fyrir því að fara í sædýrasafnið og jafnvel krakkasafnið líka.

Set hér gamla mynd af Gumma til heiðurs honum þar sem hann á skilið alla samúð hangandi í 4 tíma prófi, Gummi er hér að strípa Hrafnkel niður á samfelluna í 26 stiga hita um daginn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home