Leigð'ana og eigð'ana
Við Hrafnkell að fara að versla í matinn í rigningunni sem hefur verið viðloðin Boston síðustu daga
Charles river er við það að fyllast af alls kyns bátum
Mér fannst ég ekki vera orðinn alvöru Ameríkani fyrr en ég var kominn með meðlimakort á Blockbuster vídeóleigunni, sú merka athöfn átti sér stað fyrir c.a þrem mánuðum síðan, þeir náðu auðvitað að plata mig til að gerast meðlimur í svokölluðu Reward zone og létu mig borga $17 ársgjald fyrir en inni í því er fimmta hverja mynd frí og svo frá mán-mið er alltaf frí gömul mynd ef maður leigir eina nýja, svo ofan á þetta fæ ég eina gamla mynd fría í hverjum mánuði þ.e án þess að leygja nýja með. En þetta allt saman er ekki frásögu færandi nema hvað að Blockbuster er með svokallaða "no late fees" stefnu sem er mjög gott sérstaklega fyrir lata Íslendinga eins og okkur, en þessi stefna virkar svona:
Nýrri mynd áttu að skila eftir tvo daga.
Eftir þessa tvo daga hefur þú sjö daga aukalega til að skila myndinni.
Ef þú ert ennþá með myndina eftir þessa sjö daga þá er kaupverð myndarinnar dregið af þér c.a $17 fyir nýja mynd en allt niður í $0,7 fyrir eldri myndir.
En nú færð þú 30 daga til viðbótar til að skila loksins myndinni og fá endurgreitt kaupverð myndarinnar og borga aðeins $1,25 í "restocking" gjald!
Já þetta kerfi leiðir til þess að maður leigir mynd bara með því að labba fram hjá leigunni bara svona til að hafa heima hjá sér út vikuna, leigði mér einmitt núna fyrir nokkrum dögum nýju myndina Family Stone og fékk mér svo gömlu myndina Ocean's 12 frítt með, þar sem mér finnst Ocean's 12 góð mynd sem ég væri alveg til í að eiga að þá ætla ég ekkert að skila henni og nú verða s.s $0.7 dregnir af kreditkortinu mínu og Ocean's er mín! Ekki slæmt þar sem ég leygði hana frítt til að byrja með. Svona er þá vídeómenningin í henni Ameríku, greinileg stefna fyrirtækisins er að selja sem flestar myndir út úr leigunni.
En þetta kerfi hefur líka galla í för með sér og t.d það að ég ætlaði að leygja mér gömlu heimildarmyndina Corporation en hún var bara því miður seld til kúnna.
3 Comments:
Hvah, eru þeir búnir að hækka verðið á reward zone. Ég fékk það á 10 dollara í janúar. Mundi fara og heimta endurgreiðslu.
Vona að þér hafi gengið vel í prófinu Gummi. Á svo ekki að fagna með ferð í Strawberry Banke???
Heyrðu ojjj Family Stone er án efa versta mynd ársins. Það væri verið að gera áhorfendum greiða með því einfaldlega að týna henni
hmm.. ætlaði að horfa á hana í kvöld, geri mér þá engar væntingar
Skrifa ummæli
<< Home