Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Fréttir að handan

Fyrst ég er svo latur við að skrifa þá er um að gera að nota allt efni sem maður settur niður á blað. Óla frænka sendi mér tölvupóst um daginn og sagði mér fréttir að heiman og ég tók mig til og svaraði henni. Hér er hluti af því bréfi.

"Já það er frábært að hafa tækifæri að vera með strákinn og vera í fæðingarorlofi, hann er búin að stækka og þroskast mikið á þessum tíma. Ég kann bara mjög vel við mig í húsfeðrahlutverkinu, það verður skrýtið að fara að vinna aftur eftir mánuð og geta ekki verið með Hrafnkeli allan daginn. Það sem kom mér mest á óvart er hversu bundinn maður er og hversu mikill vinna þetta er.

Þessir mánuðir hafa liðið mjög hratt og Magga klárar síðasta prófið þann 27 apríl. Við munum þó ekki koma heim fyrr en í lok maí því við ætlum að nota tímann til að ferðast og svo ætla ég að taka GMAT prófið aftur fyrir einn skóla.

Það má segja að nóg hafi verið að gera síðan við komum fyrir utan daglega rútínu. Í janúar og desember urðum við að leita að íbúð, kaupa innbú og flytja þá var gott að hafa mömmu og pabba til aðstoðar. Í febrúar kom mamma hennar Möggu í heimsókn. Í mars komu Ósk og Ingi í heimsókn. Nú í apríl kom fjölskyldan á Rauðásnum í heimsókn yfir páskana. Inn á milli hef ég verið að sækja um skóla til að næla mér í mastersgráðu í viðskiptum og vinna að innflutningsverkefni fyrir Búr. Hluti af því sem ég flutti inn hafið þið kannski séð auglýst sem sumargjafir í Nettó þ.e. gasgrill og reiðhjól o.fl. Því hefur verið lítið um frítíma til að halla sér aftur og horfa á sjónvarpið.

Ég er ekki búin að fá inn í neinum skóla sem ég hef áhuga á enn, en er á biðlista hjá tveimur Boston University MS·MBA Masters of Science in Information Systems og Bentley MS+MBA Master of Science in Information Technology. Sem er skrýtinn tilviljun því þeir eru einmitt skólarnir sem ég hef mestan áhuga á. Til að auka líkur mínar að komast inn þarf ég að taka GMAT prófið um miðjan maí aftur. Það er samt nokkuð hughreystandi að vera á biðlista því í öðrum skólanum eru einungis 60 á biðlistanum og 160 komust inn og umsækjendur voru í kringum 1200. Því eru um 1000 sem eru verr settir en ég.

Ef ég kemst ekki inn í þá skóla sem ég hef áhuga á haustönn þá verður reynt aftur á vorönn. Það breytir ekki miklu fyrir okkur því að það er hvort sem er svo dýrt að fá gæslu fyrir Hrafnkell hér í Boston að ég get alveg eins verið heima og svo verða jafnvel fleiri verkefni framundan fyrir Búr sem gefa okkur aukatekjur."

Þar hafið þið það.

2 Comments:

At 28/4/06 11:16, Anonymous Nafnlaus said...

Hei þetta var sniðugt, pant svona í hverjum mán : )
helgs

 
At 29/4/06 07:20, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.

Magga, innilega til hamingju með að hafa klárað prófin. Gekk ekki vel? Þú ert ansi öfundsverð þessa stundina að vera búin með skólann :p.
Björgvin sagði þetta sama Gummi með að þetta væri miklu meiri vinna en hann átti von á, þ.e. að vera heimavinnandi faðir en algjörlega þess virði.
Jæja bið að heilsa i bili,
Kv. Íris

 

Skrifa ummæli

<< Home