Hitt og þetta
Jæja það er aldeilis kominn tími á mig hér, þar sem Tudmundur er ekki að standa sig í stykkinu.
Hef bara smá tíma aflögu til að blogga þar sem ég var að prenta út skýrslu sem ég er að fara að skila eftir hálftíma, en við skelltum okkur á Top of the Hub í hádeginu með gestunum okkar sem eru reyndar að fara að fljúga á klakann í kvöld. Þar fengum við prýðismat og nutum útsýnisins út í ystu æsar.
Litlu frændurnir nældu sér í vírus fyrir nokkrum dögum þar sem þeir eru báður búnir að vera með hita og tilheyrandi suðurgang. En þeir eru báðir hitalausir í dag og virðast allir vera að hressast þótt lystarleysið sé ekki horfið.
Veðrið datt niður í 15 stig sem er gott meðan ég þarf að hanga inni og læra undir próf. En talandi um próf þá klára ég þau núna 27 apríl svo það er ekki langt í að mar geti farið að flatmaga fyrir alvöru í Boston Common garðinum.
Þar sem strákarnir fengu strákakvöld þegar þeir skelltu sér á körfuboltaleik á föstudaginn þá fengum við Helga að sjálfsögðu stelpukvöld á laugardaginn, skelltum okkur á Tapas stað á Newbury street, þar var reyndar lágmarkspöntunargjald á mann $15, við vorum ekki í vandræðum með að toppa það, fórum svo í dömudrykki á Armani Cafe sem já er kaffihús sem er hluti af hinni frægu Armani búð.
Páskadagur var hreint út sagt notalegur, ég lærði mestallan daginn, skaust svo aðeins yfir á Mass ave til að ná í Páskamáltíðina okkar en við keyptum tilbúna máltíð með forrétt, eftirrétt og meðlæti á aðeins 50 dollara já ekkert slor það!
Gestirnir okkar létu freistast aðeins af búðunum en við erum nokkuð viss um að Ósk og Ingi hafi ennþá verslunarvinninginn og við teljum reyndar að þau verði seint toppuð, tja kannski toppa þau bara sjálfan sig hver veit. Og Mamma þú ert s.s í neðsta sæti í verslunarkapphlaupinu og við vonum að þú standir þig betur næst, verkfræðilega þenkjandi menn sjá í fljótu bragði að tengdafjölskyldan mín eins og hún leggur sig deila þar með miðjusætunum.
3 Comments:
Blessuð familía og gleðilega páska. Ég sé að það væsir sko ekki um ykkur þarna í USA og Hrafnkell dafnar rosa vel. Mikið dauðöfunda ég ykkur af veðrinu, hér skiptist á -2°til +4°C, ekki slæmt ha? En Magga, ertu virkilega búin í öllum vorprófum bara í lok apríl? Ertu þá komin í sumarfrí eða?
Kveðja, Íris og fjölskylda
Jamm í lok apríl er ég komin í sumarfrí híhíhí
Nýi hvíti jakkinn er voða voða fínn....nú þarf bara að finna pils í einhverjum sumarlegum lit við ;)
Skrifa ummæli
<< Home