Þetta er yndislegt líf...
Já það er sko yndislegt að vera komin í sumarfrí, einu áhyggjurnar sem ég þarf að glíma við eru að finna mér bikini og flotta hælaskó fyrir sumarið, já ég er allavega búin að sigta út nokkrar uppáhaldsbúðir hér í Boston og eru það Ann Taylor sem ég vígði í dag ;) og svo Jasmine Sola, þar sem ég by the way mátaði skó eftir enga aðra en Jessicu Simpson, sem voru rosa flottir fyrir utan heilsteiptan botn, þ.e ekkert gat er á milli hæls og táar.. minnir mig of mikið á stulturnar sem ég staulaðist um þegar ég var17 ára á gelgjunni, en ef þetta er það sem koma skal þá verð ég barasta að sætta mig við það og halda áfram að þramma um sem dvergur á lágbotnum. Kannski ég geti bara sett gömlu stulturnar mínar í verð, skelli þeim kannski á e-bay við tækifæri og græði þá jafnvel einn dollara eða tvo!
Já ég er komin í fullt starf einkaþjóns Hrafnkels litla, get ekki sagt annað en það sé barasta draumastarfið. Skelltum okkur á róló eftir hádegið, og meðan hann fékk sér eftirmiðdagsblundinn sinn gat ég kíkt í nokkrar búðir og mátað nokkra skó, svo þegar prins Lu vaknaði skelltum við okkur í barnahornið í Barnes & Noble, ég ætlaði að hafa notalega stund og lesa fyrir hann bækur en krakkarnir í þessu vinsæla barnahorni voru sko miklu meira spennandi en mamma gamla sem hann sér á hverjum degi þ.a bókalesturinn varð bara að bíða betri tíma.
Okkur Gumma er farið að dreyma ískyggilega mikið um American style hamborgara, og með ískyggilega mikið þá meina ég oftar en einu sinni á dag, ég á kannski að segja icelandic style hamborgara þar sem ekki er hægt að fá neitt líkt þessum eina sanna ultimate burger frá stælnum því ef maður pantar sé hamborgara hér fær maður bara nautakepp þurran í brauði með einu salatblaði og einum tómat og enga sósu svo til að geta skolað honum niður þarf maður að svolgra í sig langt um meira klórkóki en alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með. Já ég ætla sko aldeilis að tala við managementið þarna á stælnum og segja þeim barasta að breyta nafninu og það í hvelli!
Okkur Gumma er farið að dreyma ískyggilega mikið um American style hamborgara, og með ískyggilega mikið þá meina ég oftar en einu sinni á dag, ég á kannski að segja icelandic style hamborgara þar sem ekki er hægt að fá neitt líkt þessum eina sanna ultimate burger frá stælnum því ef maður pantar sé hamborgara hér fær maður bara nautakepp þurran í brauði með einu salatblaði og einum tómat og enga sósu svo til að geta skolað honum niður þarf maður að svolgra í sig langt um meira klórkóki en alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með. Já ég ætla sko aldeilis að tala við managementið þarna á stælnum og segja þeim barasta að breyta nafninu og það í hvelli!
Hrafnkell að lúlla hjá gosbrunninum við vísindakirkjuna
Lára a.k.a "supernanny" kíkti við í Boston um daginn til að næla sér í íbúð fyrir haustið,
Doddi, Lára, Gummi og stöð2 skvísurnar Bryndís og Dagga í hinum margrómaða Common
Erum við ekki lík?
Svanabátur í Boston Common, þetta er meira að segja hjólabátur, ætli þau séu ekki tvö þarna til að skiptast á púlinu? Þau litu nú út fyrir að vera mjög afslöppuð enda ekki eins og báturinn þeysist um vatnið..
Svanabátur í Boston Common, þetta er meira að segja hjólabátur, ætli þau séu ekki tvö þarna til að skiptast á púlinu? Þau litu nú út fyrir að vera mjög afslöppuð enda ekki eins og báturinn þeysist um vatnið..
6 Comments:
Til hamingju með að vera komin í sumarfrí!!! Ég er að texa síðustu umferðina og á svo bara eftir að prenta lokaverkefnið og þá er ég sko BÚIN!!! Vííííí:) Hlakka til að sjá ykkur í sumar:)
Takk fyrir það Eyrún mín, þú ert sem sagt einni prentun frá því að vera orðin Master í verkfræði, ekki amalegt það!
Bíddu nú við....bara farið að versla án þess að láta mann vita.... ;)
Heyrðu já jimminn eini, guilty as charged!! Ætlaði að draga þig með mér í DSW en svo bara rignir og rignir og þú bara að fara heim!
djö hvað verður næs hjá okkur í haust.... bara versla og versla og fá okkur svo einn kaldan í lok dags... eða jafnvel G&T já eða Strawberry Daquiries :)
.. já eða baileys namm
Skrifa ummæli
<< Home