Bang bang he shot me down...
..bang bang, I hit the ground,
..bang bang, my baby shot me down.
Fyrir nokkrum dögum vorum við fjölskyldan stödd á útikaffihúsi á Tremont street, sötrandi kalda drykki og með því í okkar mestu makindum þegar við heyrðum skyndilega háann hvell, annar hvellur fylgdi fast á eftir og svo sá þriðji, þá voru gestir kaffihússins og þjónar sammála um að um skothvelli væri að ræða svo við ásamt hinum gestunum þustum inn á kaffihúsið, sáum útundan okkur ungan dreng um tvítugt þjóta frá grunuðum skotstað sem var c.a einni húsalengju frá kaffihúsinu okkar, stuttu eftir það heyrðum við í sírenum og tveir löggubílar brunuðu framhjá og stoppuðu hjá þeim stað er skothljóðin virtust koma frá, en þar sem enginn sjúkrabíll kom á þeim tíma sem við vorum að taka okkur til og borga reikninginn þá vonum við bara innilega að enginn hafi slasast. Já ég get ekki varist það að nú fæ ég alltaf hroll þegar ég hugsa um Tremont street.. brrr.. hrollur.
3 Comments:
*hrollur*
Dem krípí!!
Á maður að þora að flytja til þessa lands:S
Já sjáðu til Ólöf þar sem við erum svo heppnar að vera búnar með líkindafræði 101 þá getum við reiknað það að líkurnar á því að verða fyrir skoti eru nánast stjarnfræðilegar, það er t.d miklu hættulegra að stíga upp í bíl, samt gerum við það á hverjum degi og oft á dag.
Skrifa ummæli
<< Home