15 dollara blandarinn okkar bræddi úr sér...
.. við hverju var svo sem að búast þegar á blandaranum stendur smoothy blender og við notum hann til að hakka lambabita og grænmeti, hefðum átt að þekkja viðvörunarmerkið þegar við fórum að finna skuggalega hitalykt en við héldum ótrauð áfram að þenja litla mótorinn og skyndilega varð bara allt stopp. En um leið og hann dó þá var lambarétturinn tilbúinn þ.a hann lauk sínu síðasta verki með sóma og Hrafnkell smjattaði á dýrindis kjötsúpukássu meðan blandarinn svaf svefninum langa í ruslafötunni.
Við kvöddum Ásdísi í gær og fórum út að borða á Bangkok city namm namm.
Við Hrafnkell fórum á róló í dag, það var svo troðið að við þurftum að bíða eftir að komast í rólurnar, þar skemmti Hrafnkell sér vel við að róla á hlið, hann vill nefnilega bara horfa á þá sem eru að róla við hliðina á honum. Svo breiddi ég út pikknikk teppið góða og bjóst við að ég myndi vera í því að elta litla skriðdrekann minn út um allt grasið en nei nei, hann stoppaði alltaf á teppabrúninni agndofa yfir grasinu og moldinni og klóraði bara og klóraði í grasið og moldina, sem vara bara mjög gott fyrir mig soldið eins og að vera með hann í búri. Við Hrafnkell fórum líka í stórmarkaðinn að versla og þar var lítill strákur fyrir aftan okkur í röðinni með pabba sínum og hann spurði: what's his name? Þetta var klár strákur þar sem hann er sá fyrsti sem gerir strax ráð fyrir því að Hrafnkell sé "strákur", ég vildi ekkert flækja málin og svaraði án þessa að hika: His name is Raven, þá sagði strákurinn mega krúttlegur: Hi, Raven og veifaði honum svona hægt með flötum lófa svipað eins og Vigdís Finnboga þegar hún veifaði til fjöldans frá svölunum sínum eftir að hafa verið kosin forseti Íslands fyrst og ein kvenna. Æ þetta var bara eitthvað svo krúttlegt.
Jæja tími fyrir háttinn.
Hrafnkell í nýju regnkápunni sinni, inni og ofan í rúminu sínu, skrítið!
Enda er hann ekkert smá hissa á þessu öllu saman.
Enda er hann ekkert smá hissa á þessu öllu saman.
6 Comments:
Ohh hvað það hlýtur að vera notalegt að vera í fríi núna þegar það er komið svona gott veður hjá ykkur. Gekk ekki bara vel annars í prófunum Magga? Er skólaárið alltaf búið svona snemma, þ.e. í lok apríl? Ég er núna í skemmtilegum próflestri, fer í eitt próf 11 maí. Get ekki beðið eftir að klára það svo maður geti farið að einbeita sér að litla snúllanum sem fær nafn þann 28. maí, verðið þið komin þá?
kv. Íris sem spyr margra spurninga ;)
Vá fær snúllinn litli nafn 28.maí, við eigum pantað far heim 30 en það er möguleiki á að við flýtum heimferð þ.a það eru ágætar líkur á að við náum skírninni það væri náttlega bara draumur;)
En já skólaárið klárast alltaf svona snemma á vorin, einkunnaafhending er alltaf í kringum 2.maí. En jú mér gekk vel í prófunum, annað var soldið snúið en þetta gekk allt vel upp að lokum.
Kv. Magga
Til hamingju með einkunnirnar, mamma var að segja mér. Heyrðu ég tékkaði á miðunum og það er ekkert mál að breyta en þið verðið að borga fimm sundkalla á mann fyrir það. Komið fyrr heim. Við erum að fara að passa Ragnhildi Hermaur í kvöld, hún verður að fara að hitta Kela svo komið fyrr heim....
Já okkur langar líka fyrr heim að hitta hermaurinn en dagsetningin veltur algjörlega á því hvort Gummi fái já frá skóla áður en maí líkur.
Ragnhildur Sara mundi nú örugglega leiðrétta ykkur og segja ykkur að hún sé prinsessa enda fer það ekkert á milli mála :) Hrafnkell er ekkert orðinn neitt smá stór manni finnst hann eiga að vera ungabarn ennþá, en hann er bara orðinn stór strákur! Það er nú gott að það styttist í að frændsystkinin fái að hittast, kveðja Ester
Var að skoða myndirnar af Ragnhildir Söru á barnalandi og geri fastlega ráð fyrir því að Ragnhildur sé meira að segja prinsessan á bauninni!
Skrifa ummæli
<< Home