Við erum kominn heim...
til Boston, lentum í gærkveldi. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni, svo eru myndir af prinsnum á barnanet og tvö ný myndbönd. Já þetta var sannkölluð lúxusferð, við tókum ekki upp veskið alla ferðinna.
Við komum svo til Íslands eftir viku á miðvikudagsmorgun þann 31 maí. Framlengdum leigusamninginn á íbúðinni í dag fram til maí 2007 og svo er ég kominn inn í Bentley og mun hefja framhaldsnám þar í haust.
Settið að snæðingi á L`Olio
Magga fékk sér spring rolls í forrétt því hún er klár, ég fékk mér sushi og kúgaðist þegar ég borðaði kolkrabbann.
Það er kóngalíf að láta elda fyrir sig omilettu, french toast, skonsur, beikon og bara allt sem hugurinn girnist
Þegar bókstaflega allt er innifalið verður hótelið að finna aðra leið til að ná meiri peningum af gestunum því er fyrsta flokks spilavíti á hótelinu.
10 Comments:
Úff hvað þetta lítur allt saman vel út og ég tala nú ekki um þegar þetta myndarlega fólk er með á myndunum ;). Til hamingju með inngönguna í Bently Gummi og við hlökkum til að sjá ykkur á Íslandi.
Kveðja, Íris, Björgvin, Rakel og sætipési (Magga..hann á samt ekki að heita Pétur hehehehe).
Vá þetta hefur verið æðislegt ferð hjá ykkur :)og nauðsinleg áður en þið komið til Íslands í kulda og vosbúð.
Enhlakka til að sjá ykkur.
Til hamigju með skólavistina...þýðir það samt nokkuð að þið séuð að fara að flytja langt í burtu frá Back Bay?
við flytjum allavega ekki á næstu tólf mánuðum þar sem við endurnýjuðum leigusamninginn.
Til hamingju með inngönguna í Bentley, ekkert smá glæsó...
Flottar myndir, þetta hefur verið ekkert smá lúxus ferð. Maður lætur sig dreyma...
Til hamingju með Bentely, frábært, maður verður nú bara grænn að skoða þessar myndir, rosalega flott umhverfi og auðvitað fyrirsæturnar líka :)
Munið að taka með kuldagallan til íslands hér eru 2° brrrr
Kær kveðja Ester (Sara og Bergur)
Til hamingju með skólann Gummi.
Líka til hamingju með að halda titlinum sem óheppnasti matarpöntunarmaður í heimi.
Vááá, ég varð sko GRÆN af öfund að sjá þessar myndir!! Sérstaklega þegar maður er fluttur heim í skítakulda og snjókomu seinnipartinn í maí!!
Til hamingju með skólann Gummi!
Hlökkum til að sjá ykkur:)
Innilega til lukku með skólann Gummi!
Ferðin ykkar var greinilega alger draumaferð!
Jæja nú get ég varla beðið eftir að fá ykkur heim!!!!! 6 dagar í ykkur :)
Kveðja Óskin!
Til lukku elsku brósi minn...var bara að lesa fréttirnar þetta er alveg frábært.
knús til ykkar
Helga syss
Skrifa ummæli
<< Home