Komin í kotið
Heimferðin gekk vel að mestu leiti.
Hrafnkell er orðinn aðeins sjálfstæðari en þegar við fórum í flug til Íslands í lok maí. Hann varð að fá að hreyfa sig og því skreið hann fram og til baka um flugvélina og hljóp (með hjálp frá pabba og mömmu) öðrum farþegum til gleði. Prinsinn svaf þó í klukkutíma í þessu 5:20 klst flugi. Vélin var náttúrulega yfirbókuð því urðum við að sitja með hann í fanginu allan tímann, miðað við styrk og skap tel ég að við munum bóka sæti fyrir Kela í næstu flugferð.
Þegar lent var kl. 18:20 á staðartíma var hitinn 28 gráður, aðeins frábrugðið rokinu og rigningunni sem kvaddi okkur á Leifstöð.
Við heimkomu urðum við glöð að sjá dótið okkar aftur og þá sérstaklega Hrafnkell sem ljómaði allur og skemmti sér konunglega. Hrafnkell lék sér að öllum þroskaleikföngunum eins og sannur Einstein, hann þurfti hjálp áður en við fórum til Íslands en nú þurfti hann enga leiðsögn náði þessu öllu í fyrstu tilraun. Einnig virðist Hrafnkell hafa stækkað töluvert því þegar hann settist í tripp trapp stólinn sinn var stillinginn orðin allt of lítill fyrir hann.
Jæja nú eru Doddi og Ásdís á leið til okkar því við ætlum að horfa á Rockstar í beinni.
2 Comments:
Gaman að koma hingað við aftur eftir "sumarfríið"
Æji það var nú voðalega leiðinlegt að kveðja ykkur í gær.
En svona er þetta víst og maður getur bara verið glaður að
Internetið skuli vera til.
Gott að ferðin gekk vel og að Hrafnkell hafi skemmt sér svona vel : )
luv
Helga Valdís
Gott að heyra að allt gekk vel. Hér á að kólna svo þið eruð í góðum málum og lengið sumarið þarna.
Kv úr Brekkó
Skrifa ummæli
<< Home