Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, september 23, 2007

I know I can dance og piss í kopp

The final four..Danny, Lacey, Neil og Sabra

Já loksins loksins tókst okkur að láta Hrafnkel pissa í kopp, verð samt að leyfa Gumma að hafa heiðurinn þar sem hann var vitni af þessum tímamóta atburð. Því endalaust hefur barnið setið á koppnum en ekki hefur hann viljað spreða einum dropa í þennan hátæknikopp sem við fjárfestum í handa frumburðinum fyrir allnokkru síðan.

Drottningin á heimilinu brá undir sig betri fætinum með Láru í gær Laugardag, en við fórum á "So you think you can dance" show-ið, en þetta eru top 10 dansararnir úr þessum raunveruleikaþætti sem eru að túra um bandaríkin. Þetta var frábært show í alla staði, og ég á mér meira að segja uppáhalds núna.. en það eru Sabra og Danny.. jú svo var Dominic líka skemmtilegur karakter.
Horfði ekki á seríuna þegar hún var og hét en á mér samt uppáhalds.. soldið spes..

Hrafnkell er ofsalega góður við litla bróðir og montin líka, fórum öll á róló í morgun og ef hann ætti til fleiri orð þá hefði hann hrópað á gesti og gangandi: "Þetta er litli bróðir minn!"
Hann labbar oft að honum og kyssir hann alveg óumbeðinn, algjört krútt.
En ef Daníel grætur mikið þá missir Hrafnkell þolinmæðina, bendir á vögguna hans og segir baby-sofa.. þá á ég s.s bara að leggja hann frá mér og ýta á sofa-takkann.

föstudagur, september 21, 2007

Veður

Ahh, hvað er betra en að vakna upp á fögrum morgni og mælirinn sýnir 20c og vita að hann mun fara í 25c yfir daginn. Svona er veðrið næstu daga í Boston, fer jafnvel upp í 29c.

þriðjudagur, september 18, 2007

Fréttir að handan

Var að uppgötva að nú eru ferðaskrifstofur að tala beint til okkar, ferð fyrir tvo fullorðna og tvö börn aðeins.... Það er nefnilega ekkert gaman að þurfa að endurreikna verðið á öllum pakkanum. Þvílíkur munur.
Hér gengur lífið mjög vel, allir byrjaðir í skólanum og hafa sitt hlutverk. Hrafnkell er duglegur við að endurtaka öll orð sem sögð eru við hann og svo bendir hann á allt og segir hvað það er. Er einnig farin að segja tveggja orða setningar. T.d Baby sofa, pabbi buxur, mamma koma, takk mig (takk fyrir mig) o.s.frv. Lætur vita hvað hann vill t.d. banana, vatn, kúka, dudda, lóló (róló) og allt það. Hrafnkell er mjög góður við Daníel og byrjar daginn á því að kíkja á hann og faðma. Einnig þegar hann kemur inn eftir að hafa verið úti þá byrjar hann á að kíkja á Daníel.
Hrafnkell fer á leikskólann tvisvar í viku, hann var ekki lengi að aðlagast leikskólalífinu eftir sumarfrí og er mjög vinsæl á meðal leikskólakennarana.Halla amma var hjá okkur í tíu daga en fór héðan á sunnudag, hún reyndist góð barnapía og hleypti okkur Möggu t.d. út að borða. Við munum þó fá heimsókn bráðlega því í byrjun október koma amma Ása og langamma Jana. Amma Ása verður hjá okkur í viku en langamma Jana ætlar að vera eftir og njóta lífsins hér í Boston ásamt því að aðstoða okkur út mánuðinn, svo kemur Helga systir í lok október í nokkra daga.
Já og svo missti ég rakvélina á hausinn á mér

miðvikudagur, september 05, 2007

Meiri Myndir

Myndir komnar inn á barnanet


Öllum er velkomið að senda tölvupóst og óska eftir lykilorði.

Fæðingarsaga

Gummi var í skólanum til kl. 20.00, hringdi heim kl.19.00 til að athuga með stöðuna og Magga sagðist vera með samdrætti og ætti erfitt með að hugsa um Hrafnkell en ætlaði að þrauka. Þegar Gummi kemur heim er Magga með hríðar með 5 mínútna millibili. Tekinn er ákvörðun um að koma Hrafnkeli í pössun til Elfu og halda upp á spítala.
Kl.21.35 erum við í andyri Mount Auburn. Byrjum á skráningu sem tekur um 15 mínútur og þaðan förum við upp á fæðingarstofu. Hríðar byrja að aukast og allt lítur vel út.
Rétt fyrir ellefu mælir ljósmóðir með því að belgurinn verði sprengdur því að hún telji að barnið sé tlbúið að koma í heiminn. Kl.23.03 er belgurinn sprengdur og eftir þrjá til fjóra rembinga er barnið fædd kl.23.08.

Nýr fjölskyldumeðlimur

Þann 4 september kl.23.08 fæddist drengur, 4.077gr og 53,5cm.
Öllum heilsast vel.

mánudagur, september 03, 2007

Verkalýðsdagurinn


Í dag er Labor day hér í USA, er þá ekki vel við hæfi að byrja hríðar! Tja mar spyr sig..

sunnudagur, september 02, 2007

Strandardagur

Skelltum okkur á ströndina í gær á góðum og svölum laugardagseftirmiðdegi

Ólétta konan hafði það notalegt á teppinu

heimilisfaðirinn hafði það notalegt í strandarstólnum..

..eða þangað til forstjórinn þurfti á honum að halda..

Fleiri myndir á barnaneti