Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

þriðjudagur, september 18, 2007

Fréttir að handan

Var að uppgötva að nú eru ferðaskrifstofur að tala beint til okkar, ferð fyrir tvo fullorðna og tvö börn aðeins.... Það er nefnilega ekkert gaman að þurfa að endurreikna verðið á öllum pakkanum. Þvílíkur munur.
Hér gengur lífið mjög vel, allir byrjaðir í skólanum og hafa sitt hlutverk. Hrafnkell er duglegur við að endurtaka öll orð sem sögð eru við hann og svo bendir hann á allt og segir hvað það er. Er einnig farin að segja tveggja orða setningar. T.d Baby sofa, pabbi buxur, mamma koma, takk mig (takk fyrir mig) o.s.frv. Lætur vita hvað hann vill t.d. banana, vatn, kúka, dudda, lóló (róló) og allt það. Hrafnkell er mjög góður við Daníel og byrjar daginn á því að kíkja á hann og faðma. Einnig þegar hann kemur inn eftir að hafa verið úti þá byrjar hann á að kíkja á Daníel.
Hrafnkell fer á leikskólann tvisvar í viku, hann var ekki lengi að aðlagast leikskólalífinu eftir sumarfrí og er mjög vinsæl á meðal leikskólakennarana.Halla amma var hjá okkur í tíu daga en fór héðan á sunnudag, hún reyndist góð barnapía og hleypti okkur Möggu t.d. út að borða. Við munum þó fá heimsókn bráðlega því í byrjun október koma amma Ása og langamma Jana. Amma Ása verður hjá okkur í viku en langamma Jana ætlar að vera eftir og njóta lífsins hér í Boston ásamt því að aðstoða okkur út mánuðinn, svo kemur Helga systir í lok október í nokkra daga.
Já og svo missti ég rakvélina á hausinn á mér

6 Comments:

At 18/9/07 16:35, Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég styð rakvélina!!!
rosa fínn Gummi!
gaman að heyra að allt gengur vel, erum spennt að fara að kaupa svona "fjölskyldupakka" en þurfum aðeins að bíða lengur!
kv Ósk

 
At 18/9/07 17:47, Anonymous Nafnlaus said...

Líst rosalega vel á nýju klippinguna, nú verður það bara gummiexjesus.
Gaman að heyra daglega rútínusögu, þegar maður er svona langt í burtu.

knús á fjölskyldupakkan
helgs

 
At 19/9/07 03:22, Anonymous Nafnlaus said...

Flottur Gummi!

Gaman að heyra frá ykkur...Magga endilega kíktu á emailið þitt við tækifæri...og annað...við frænkurnar erum að spá í Bostonferð 15-19. nóv, væri gaman að heyra í þér með einhverjar djúsí upplýsingar. Svo auðvita fengi maður að hitta ykkur...er þaggi?

Bestu kveðjur,

Íris

 
At 19/9/07 09:48, Blogger Lara Gudrun said...

Vá það er allt annað að sjá þig sæti sæti ;)

Hlakka til að hitta ykkur í vikunni.... orðið allt of langt síðan ég sá ykkur síðast.

kv. LGG

 
At 19/9/07 11:57, Anonymous Nafnlaus said...

Vel gert Guðmundur, loksins ertu farinn að líkjast mér.

 
At 27/9/07 19:19, Anonymous Nafnlaus said...

bara eins michael scofield.
flottur kveðja Daði

 

Skrifa ummæli

<< Home