Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, september 05, 2007

Fæðingarsaga

Gummi var í skólanum til kl. 20.00, hringdi heim kl.19.00 til að athuga með stöðuna og Magga sagðist vera með samdrætti og ætti erfitt með að hugsa um Hrafnkell en ætlaði að þrauka. Þegar Gummi kemur heim er Magga með hríðar með 5 mínútna millibili. Tekinn er ákvörðun um að koma Hrafnkeli í pössun til Elfu og halda upp á spítala.
Kl.21.35 erum við í andyri Mount Auburn. Byrjum á skráningu sem tekur um 15 mínútur og þaðan förum við upp á fæðingarstofu. Hríðar byrja að aukast og allt lítur vel út.
Rétt fyrir ellefu mælir ljósmóðir með því að belgurinn verði sprengdur því að hún telji að barnið sé tlbúið að koma í heiminn. Kl.23.03 er belgurinn sprengdur og eftir þrjá til fjóra rembinga er barnið fædd kl.23.08.

5 Comments:

At 5/9/07 10:24, Anonymous Nafnlaus said...

Vá en flott fæðingarsaga, þetta hefur bara tekið örskotsstund. Greinilegt að lillamús lá á að koma í heiminn, hann vildi greinilega fá sinn eigin afmælisdag og ekkert bull með það.

Við erum þvílíkt að hugsa til ykkar og okkur finnst hann alveg eins og Hrafnkell. Það verður gaman að fylgjast með þessu öllu saman.

 
At 5/9/07 10:34, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekkert smá ótrúleg fæðingarsaga! Gerist varla betra:) Greinilegt að hann hefur viljað drífa þetta af fyrir miðnætti. Hann hefur viljað koma á útreiknuðum degi úr 20. vikna sónarnum, var að skoða gamlar færslur úr vefdagbókinni og þar kom fram að ef þú hefðir verið á Íslandi hefði þér verið flýtt um einn dag s.s. 4. sept í 20. vikna sónarnum:) Þeir eru stundvísir bræðurnir:) Æðislegt að vera að skoða myndir af ykkur:)

 
At 5/9/07 11:55, Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með þennan fallega prins. Hann er soltið stór miðað við mömmuna er það ekki ?
Fékk alveg gæsahúð við að lesa fréttirnar og sjá myndina.

kveðja Sirrý og Elísa Anna

 
At 5/9/07 14:17, Blogger Ósk said...

jerimías!
Magga mín ekki lengi að þessu!
Hrafnkell hefur rutt veginn vel fyrir litla bróa! gott að allt gekk svona vel, maður fær tár í augun og gæsahúð!
jaðrar við að maður fyllist öfund að þið séuð búin að þessu!
æ bara dásamlegur dagur :)
knús og kreistuklemm
ósk og gengið

 
At 6/9/07 10:22, Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju með drenginn.

Bostonkveðja
Margret Vilborg

 

Skrifa ummæli

<< Home