Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Beggi farin heim fyrir fullt og allt...

Gummi var rétt í þessu að skutla Begga bró út á völl, hann gisti hjá okkur í tvo daga, síðustu tvo dagana sína á erlendri grund sem löglegur visa maður, en um leið og hann stígur fæti upp í flugvélina, breytist hann í óbreyttan túrhest, hið margrómaða stúdenta letilíf hefur verið gefið upp á bátinn og innan fárra daga mun hann selja sál sína hæstbjóðanda.
En hér koma nokkrar myndir til heiðurs honum frá útskrift hans frá Cornell núna í vor.

Mamma og Beggi í deildarútskriftinni

Ég og Beggi skoðum steinana..

Tekið í hönd deildarforseta tölvunarfræðideildar

Útskriftarmáltíðin

Stóra útskrift, allur skólinn saman kominn

3 Comments:

At 17/8/07 09:18, Anonymous Nafnlaus said...

Já við ætlum einmitt að reyna að hitta á Bessa á eftir fyrst þið eruð búin að skila honum af ykkur.

Annars þá var ég óvart að kommenta á dagbókarfærslu síðan í desember muhahaha....tölvan mín krassaði nefnilega og ég er með lánstölvu með engum slóðum og googlaði ykkur og fékk þá upp færslu frá gumma þar sem þeir Keli voru úti að leika og ég hélt það færi nýjasta færslan, fannst smá athugavert hvað var kalt en ljóskan í mér kveikti ekki á neinu meir.

Allavega Andrea er rooosalega spennt fyrir því að fara í flugvél og hún lofar engu öskurlega séð. Þannig foreldrarnir bíða spenntir eftir sinni fyrstu flugvélareynslu með frumburðinum.

 
At 17/8/07 09:20, Anonymous Nafnlaus said...

hey og vinsamlegast sendið manni nýtt lykilorð í pósti eða sms-i.

 
At 19/8/07 14:17, Anonymous Nafnlaus said...

Eru bankarnir ekki málið í dag ;)

kv. Íris

p.s til hamingju með útskriftina Beggi!

 

Skrifa ummæli

<< Home