Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Taste of Iceland

Það eru búnir að vera svokallaðir "Taste of Iceland" dagar hér í Boston, bæði hafa einstaka veitingastaðir boðið upp á íslenskan mat, skemmtistaðir verið með íslenska tónlistarmenn og svo bauð Carberry's bakaríið í Cambridge upp á íslenskt bakkelsi, vínarbrauð, snúða og annað gúmmelaði. Við létum þetta nú allt fram hjá okkur fara nema bakkelsið auðvitað.. sökum góðra gesta. Mikið rétt, heitustu uppar íslands heiðruðu okkur með nærveru sinni síðustu 5 næturnar, þessir uppar sættu sig náttlega ekkert við háklassa sænska IKEA svefnsófann okkar og kusu frekar King Size ameríku rúm á einu af fimm stjörnu hótelunum hér í kring. Pew!! segir maður nú bara..

En upparnir okkar voru frekar rólegir í tíðinni miðað við síðustu heimsókn þeirra hingað í borg verslunar-íslendinga, mætti helst halda að þau hafi látið sprauta sig niður áður en þau létu sig sökkva ofan í dúnmjúk Saga Class sætin í Keflavík, því svo dræm var verslunargleði þeirra að undir lokin var Guðmundur hinn mikli farinn að hlaupa með vörur til og frá rekkum til að reyna að freysta og jafnvel endurvekja gamlar verslunarglæður, en allt kom fyrir ekki og upparnir flugu heim í dag með ekki meira en sitthvor Prada sólgleraugun á enninu og einn Bumbó stól undir hendi.

Síðustu dagar hafa því farið í matarát, vatnsdrykkju og nokkur Kana-spil, hvað er svosem annað hægt í landi kanans, annars var hrikalaega sárt að kveðja Ósk og Inga í dag vitandi um allt sem á eftir að gerast næsta árið áður en við hittumst aftur. En við getum ekki annað en samgleðst Markúsi litla að vera búin að fá foreldrana sína heim aftur.
Var ekki örugglega Bumbó á óskalistanum þínum Markús? ... ekki.. nú kannski mamma þín leyfi þér þá bara að leika með nýju sólgleraugun sín..

Íslenskt bakkelsi

Á röltinu

Sýnishorn af nýju íbúðinni

Pedicure..

Fótanudd..

Óléttínur að kasta mæðinni..

Taste of "Tossed" salati á nýju rúmgóðu svölunum okkar

Fresh strawberry cheescake

Óléttínur skála í óáfengum bjór á "Top of the Hub"

Mafían

"Far vel" góðu vinir, við söknu ykkar!

5 Comments:

At 12/7/07 09:55, Blogger Ósk said...

Allamalla!!!
Vá hvað það var gott að koma heim að hitta Makka Pakka!!! Við reykspóluðum í gegnum fríhöfnina, keyrðum eins og bavíanar frá keflavík og rétt kíktum á snúðinn þegar inn var komið! fórum að sofa um 2.30 og vorum ræst kl 7.30 í morgun, sá var kátur að hitta okkur, hann sagði mamma ekki lengur í Boston, held að hann hafi fengið tal- kennslu hjá ömmu og afa á Joffanum þessa daga sem við vorum í burtu, það er eins og hann sé 5 ára!!!!
Við komum heim endurnærð eftir frábæra dvöl, ykkar verður sárt saknað! sendum tvöfalt knús á Kela krúsumús! farið svo að æfa ykkur í 2-ja manna vist (það er eins og kani nema fyrir 2) svo að þið eigið sjéns í okkur næst!!! (allavega í óskina!!) hahahahahah
kær kveðja og takk enn og aftur fyrir okkur!
Breiðvangsmafían :)

 
At 12/7/07 09:59, Blogger Ósk said...

já og ég tek það fram að mín gleraugu voru Dior!!!!!
kv Ó

 
At 12/7/07 11:43, Blogger Unnur Stella said...

Hæ hæ,
takk fyrir kveðjuna í gestabókina.....það fer sko að styttast í þig, allavega ef þú endar í mínum pakka og nærð að eignast 10 dögum fyrir tímann ;o)

Hvernig gengur annars óléttan? Er ekki einstaklega gaman (eða þannig) að vera óléttur í svona hita? Til hamingju með flutninginn og íbúðina hún er rosalega flott af myndunum að dæma.

Bið að heilsa í bæinn.
Unnur Stella 2stráka mamman

 
At 12/7/07 12:52, Anonymous Nafnlaus said...

Ósk: Ohh hvað ég trúi því að það hefur verið gott að knúsa Markús, hann hefur örugglega meitt sig þið hafið knúsað hann svo fast!
Dior auðvitað, sorrí mar, hvað helduru að mar muni svona, ég er svo mikil "Hagkaups" mannstu ekki "Hiltons"..

Unnur: Jú það er svooo notalega að vera óléttur í svona hita, Noott!! Þetta var svona Not djók.. Very nice! jákvæða við þetta er að það verður "vonandi" búið að kólna þegar barnið fæðist í september, erum með þrjár loftræstingar og þær hafa ekki við í þessum hita, annars gengur allt eins og í sögu bara, þetta virðist bara vera orðið skólarbókadæmi um óléttu eftir að blóðið skilaði sér vonum bara að sama verði hægt að segja um fæðinguna;) 7-9-13

 
At 14/7/07 08:10, Blogger Unnur Stella said...

Haha fæðing smæðing. Peace of cake.....eða allavega eftirá.

Ótrúlega skrítið hvað maður er fljótur að gleyma. Nú, bara viku seinna, er ég bara farin að hugsa með sjálfri mér að næst þegar ég verð ólétt ætli ég sko að biðja um keisara og ekkert múður. Það er ekki nema vika síðan ég ætlaði ALDREI að ganga í gegnum þetta aftur. Og það merkilega við þetta allt saman er að það er gefin epidural deyfing í keisara, sem er það sem hefur verið mesta vandamálið hjá mér alltaf, að fá þessa blessuðu epidural sem ég get ekki lifað án. Maður er svo ruglaður eitthvað.

Allavega er pakkinn sem kemur eftir fæðinguna er svo miklu miklu betri en það allra versta í fæðingunni að það gleymist strax, annars væri nú líka ekki til mikið af fólki í heiminum.

Kveðjur frá þeirri léttari í Álaborg

 

Skrifa ummæli

<< Home