Ný íbúð, barnapíuleit og sveitaferð
Við höfum skrifað undir samninginn á nýju íbúðinni sem inniheldur hvorki meira né minna en 2 svefnherbergi og auðvitað þvottavél og þurrkara inni í íbúð, er hægt að biðja um það betra.
Þessi íbúð er í sama stigagangi og við erum núna og meira að segja á sömu hæð, þeir sem hafa verið svo frægir að koma í heimsókn til okkar geta séð þetta fyrir sér, en nú frá og með 17.júní göngum við inn í íbúðina til hægri um leið og komið er inn um aðalinngang en eins og er göngum við til vinstri. Þessi íbúð hefur glugga bæði framan og að aftan þ.a við höfum bæði útsýni yfir fallegu litlu götuna okkar og ennþá munum við geta fylgst með bílastæðavörðunum á fitz inn bílastæðinu ásamt öllum hinum ferðamönnunum sem eru á leiðinni á Hilton og Sheraton hótelið.
Hef verið í barnapíu leit síðustu daga, skráði auglýsingu á þekktan barnapíuvef www.citysitter.com og við höfum fengið um 38 umsækjendur og talan fer stækkandi, líst vel á 3 eins og er og ætla að taka viðtal við þær, þessar þrjár eru allar í sama skóla og ég, þær uppfylla allar skilyrðið mitt að þær urðu að vera með CPR.
En við þurfum barnapíu til að komast út á kvöldin í júlí og ágúst því maður verður víst að nýta sér það til fullnustu að borða úti undir berum himni.
Svo þurfum við 1-2 virka daga í viku næsta vetur líka sökum extra álags barns nr.2.
En Mammsan mín er barasta að koma á morgun miðvikudag, ótrúlegt en satt, við ætlum að skella okkur í sveitaferð til Ithaca, þar munum við taka undir okkur íbúðina hans Begga bró og fylgjast með honum setja upp skikkju og hatt með dúsk ásamt samnemendum.
Það verður hrikalega gott að komast út í náttúruna, er alveg að fara að breytast í malbik hér í borginni, heyrst hefur af grasi, fossum og fjöldanum öllum af íkornum þarna í Ithaca sem á eflaust mikið eftir að gleðja lítinn stubb.
Fórum á ljósmæðrafund upp á spítala í gær með fullt af öðrum bumbum, mesta sport fundarins var að heimsækja fæðingarstofuna og sængurlegustofuna, við vorum einstaklega hrifin af þessu öllu saman, allt einkastofur þ.a engin sláturhúsafílingur hér á ferð. Öll herbergin eru með baði nema eitt en það er bara með sturtu þ.a líkurnar eru góðar á því að fá bað.
Erum búin að segja upp leikskólanum hans Hrafnkels, næstsíðasti dagurinn hans er í dag og sá síðasti næsta þriðjudag, en sóttum um aftur fyrir hann fyrir haustið. Hann elskar leikskólann þessa dagana enda eru þau svo mikið úti og þar sem hann er alltaf úti þegar við náum í hann þurfum við að bera hann grátandi út í bíl, hann verður svo sár að þurfa að hætta að leika.
Jæja best að halda áfram að læra meðan gríslingur er í gæslu.
Yfir og út
Mæðradagslistaverkið sem Hrafnkell kom með heim af leikskólanum handa mömmsu sinnni
6 Comments:
Af hverju er ekki sama námsskrá hér, ég vildi gjarna innræta sonum mínum slíka virðingu fyrir móður sinni?!
hæ hæ stækkandi fjölskylda.
Mikið verður gaman fyrir ykkur að fá Höllu mömmu út, og ég tala nú ekki um að skella sér í sveitaferð. Skilaðu hamingjuóskum til Begga bró með útskriftina :).
Mér finnst frábært hjá ykkur að fá ykkur barnapíu, það veitir sko ekki af að nýta þennan tíma sem þið hafið áður en litli guttinn kemur. Ég ætla svoleiðis að reyna að nýta mér að fá pössun þegar við erum á Íslandi í þessar 3 og hálfa viku, enda erum við að gróa saman við börnin okkar hehehe.
Bestu kveðjur frá DK,
Íris og co
Ekkert smá listaverk sem drengurinn hefur gert og fært eflaust afar stoltri mömmu sinni:)
Langaði líka að koma því að, að mér finnst þið alveg ótrúlega dugleg að fara í gegnum framhaldsnám, nánast án pössunar, byrja með ungabarn, klára með annað ungabarn og vera algjörlega á áætlun og m.a.s. á undan áætlun!! Ég hugsa bara til mín og hvað ég var fljót að grípa tækifærið til að hætta að læra um leið og ég fékk afsökun til þess:/
Hafið það gott í sveitinni, hlakka til að sjá ykkur.
Æ hvað þetta er fallega sagt af þér Eyrún, en þó Gummi sé á undan áætlun þá er verð ég víst önn á eftir áætlun;)
En þetta er allt úthugsað hjá mér að eiga þessi blessuðu börn í námi svo ég geti eytt sem mestum tíma með þeim, er strax farin að hugsa mér hvað ég eigi að fara að læra næst þegar við skellum okkur í það þriðja ;)
Ahhh, bíddu bara, þú ferð ekkert að spá í það þriðja þegar þú hefur kynnst því að vera með 2 stk. Púúúffffffffff, segji nú ekki meira en það.
Kv.
Ohhh jú ég skil þig alveg Magga, ég er sko alltaf að plana þriðja og helst bara þriðja OG fjórða (ég er nefnilega alltaf að plana næstu tvíbura þó ég viti mæta vel að það er hægara sagt en gert að plana aðra tvíbura;))
Skrifa ummæli
<< Home