Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, apríl 28, 2007

Barnaafmæli á MIT campus

Vorum rétt í þessu að koma úr þvílíkt fjörugu, afslöppuðu og sniðugu barnaafmæli, þetta var 3ja ára afmælið hans Þorgeirs Atlasar sem er sonur hennar Ragnheiðar. Þau tóku "American way" á þetta og héldu afmælið í litlum sal, á stærð við stóra stofu, en í USA er ekki hefð að halda barnaafmæli inni á heimili barnsins. Það var ekkert dót í salnum en allt gólfið var þakið blöðrum og litlum sundboltum, þetta fannst krökkunum líka þvílíka fjörið og svo sátu foreldrarnir bara í rólegheitum í sófum eða stólum í kringum gólfið og borðuðu veitingarnar, barnið fór manni aldrei úr augsýn því maður sá yfir allan salinn bara með því að horfa í kringum sig. Þarna sat maður bara eins og í kokteilboði og spjallaði við fólkið og horfði í leiðinni á krakkana leika sér saman fyrir framan sig sem var hin mesta skemmtun. Besta hugmynd af afmæli sem ég hef nokkru sinni séð og svona hrikalega einföld.

Afmælisbarnið (Þorgeir), pabbinn (Lýður), mamman (Ragnheiður), litli bróðir (Hörður) og Nanny-in sem eldaði líka allan matinn í afmælinu.

Blöðrufjör! Bókstaflega óþreytandi fyrir börnin

Hópmynd af börnunum

1 Comments:

At 30/4/07 06:38, Anonymous Nafnlaus said...

Mjög sniðugt concept. Oft er það þetta einfalda sem hrífur eins og þegar 3 ára frænka hans Árna fékk bunka af alls konar flottum gjöfum í afmælisgjöf en það sem sló í gegn var heimaprjónaður bangsi frá langömmunni.

Flott myndin á barnaneti þar sem Hrafnkell er svangur.

 

Skrifa ummæli

<< Home