Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, apríl 27, 2007

Hitt og þetta

Tími til kominn að setja inn smá fréttir af okkur borgarrottunum. Sumarið kom um daginn, það var eiginlega of mikið af því góða síðasta mánudag þar sem manni var allt of heitt þrátt fyrir hlýralausan og pils. En við nutum dagsins engu að síður, byrjuðum daginn á því að fara í afmælishádegismat á Newbury street í boði Láru á Stephanie's takk fyrir okkur namminamm og svo fórum við Hrafnkell á playdate með íslensku mömmunum, hittumst á róló hér rétt hjá allar vel birgðar af sólarvörn og drykkjarföngum fyrir börnin. Ég tók nú ekki með meira en 1/2 lítra af vatni fyrir Hrafnkel en það dugði ekki lengur en hálftíma eða svo, en þegar við gátum ekki meir sökum hita skelltum við okkur heim til mín í köku og með'ví. Ég hafði sérstaklega gaman að því hvað strákarnir hennar Ragnheiðar voru æstir í stóra bangsahundinn hans Hrafnkels sem afi Árni gaf honum, þeir báru hann fram og til baka úr stofu og út á svalir og fóru á hestbak á honum til skiptis, svo var Hrafnkell þvílíkt að leika við Ívar við svalahurðina þar sem þeir stóðu sitthvorum megin við glerið og klesstu andlitunum til skiptis upp við gleirið með tilheyrandi hor og slef eftirstöðvum og svo hlógu þeir eins og vitleysingar af hvor öðrum, segi nú bara eins og Jen fóstra: Silly boys!
Svo er mammsa bara að koma eftir tæpar 4 vikur, strax daginn eftir að hún kemur munum við bruna til Ithaca, NY til Begga bró, þar munum við dvelja í nokkra daga, skoða náttúrufegurð og fara í útskriftina hans.
Við erum enn í íbúðaleit, okkur líst mjög vel á íbúð sem er hér í sama húsi og sömu hæð og við, en hún er mega rúmgóð með tveim svefnherbergjum, hún er laus 1.júní en samningurinn okkar rennur út 1.sept þ.a við erum að reyna að losa okkur við okkar íbúð, erum búin að auglýsa og einn kemur að skoða á morgun.
Gummi er á fullu að skila verkefnum og læra undir próf þ.a hann fær góðan extra tíma þar sem ég er sveigjanlegri, bara að dunda mér í lokaverkefninu, sem gengur bara vel, stefni á að vera búin með sem mest áður en mammsa kemur.
Jæja best að fara að skella sér biðröðina á pósthúsinu, með öllum hinum póst-óðu bostonbúunum, er að senda fyrsta holl af sjúkrareikningunum mínum til tryggingastofnunar, vonglöð að þeir borgi þessi 5% sem ég er búin að borga.

Hrafnkell ofnhanski..

Nýkominn úr klippingu, með gel og allt!
Aðalsportið þessa dagana, fylgjast með fjörinu fram af svölunum
Partýdýrið!

4 Comments:

At 27/4/07 15:18, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra að það gengur vel með lokaverkefnið:)

Börnin mín skilja Hrafnkel fullkomnlega varðandi að fylgjast með af svölunum. Það er reyndar ekkert svo gaman á svölunum hjá okkur, sést bara bílastæðið fyrir aftan, en í staðin er staðið upp í herbergisglugga helst heilu og hálfu dagana og fylgst með umferðinni. Í dag var einstaklega spennandi, hafði orðið árekstur beint fyrir utan og löggan kom með blikkljós og alles!!!

 
At 27/4/07 18:03, Blogger Magga said...

Já ég er einmitt nýkominn yfir einn "hól" í lokaverkefninu sem ég er búinn að berjast aðeins við og ég er voðalega sátt hinum megin við hólinn, því ég sé ekki neinn annan í nánd, vona bara að það haldist þannig;)

 
At 27/4/07 19:54, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ gaman að fá fréttir af ykkur. Hlakka rosalega mikið til að sjá frændurna hittast og leika sér saman. Þeir eru orðnir svo stórir. Grunar að Hsg eigi eftir að kenna Kela nokkrar prakkarkúnstir. Hsg er kominn í gifs á hendinni en það aftrar honum ekki frá því að stökkva, klifra og prakkarast. Luv til ykkar og góða helgi :)

 
At 28/4/07 13:51, Anonymous Nafnlaus said...

Æji litli anginn, kominn í gifs! Vonandi losnar hann við það sem fyrst.

 

Skrifa ummæli

<< Home