Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Ískalt ennþá

Því miður virðist ekkert ætla að hlýna hér, en fyrir ári síðan vorum við komin á teppi í garðinum með ís í formi til að kæla okkur niður. Hitinn neitar að fara upp fyrir 10° og virðist ætla að hanga í 5° út vikuna hnuss..
Annars gengur lífið sinn vanagang, Hrafnkeli finnst ofsalega gaman henda hlutum í ruslið, gaf honum tómata um daginn, honum fannst þeir ekkert spes svo hann fór og henti þeim í ruslið, ef hann sér notaða bleyju hendir hann henni í ruslið, hann var svo að skoða séð og heyrt um daginn og áður en ég vissi af var hann farin að rífa blaðsíður úr blaðinu krumpa þær saman og svo henti hann þeim í ruslið, við foreldrarnir náttlega að springa úr stolti hvað við eigum gáfaðan dreng, gerir skýran greinarmun á alvöru tímaritum sem hann skoðar í gríð og erg og rusltímaritum.. en stoltið fór því miður dvínandi þegar hann komst í veski móður sinnar náði sér í peningaseðlana krumpaði þá saman og fór með þá beint í ruslið, jæja þar fór það.
Ég er rosalega hrifin af "extra credit" en þetta er eitthvað sem maður fær stundum að njóta í skólanum, við máttum skila "auka" heimadæmum um daginn og ef við gerðum það fengum við "extra credit". Svo er búið að panta rútu fyrir bekkinn á föstudaginn, ferðinni er heitið í tvö nálæg tengivirki, ef við förum í ferðina fáum við "extra credit" maður má bara ekki snúa sér við lengur þá er maður að græða. Tek myndavélina með aldrei að vita nema ég sjái eitthvað skrýtnara en stóra spenna og ofvaxna rofa, ég get allavega tekið nokkrar myndir af samnemendum mínum en þeir eru að sjálfsögðu allir stórskrýtnir.
Fór í saumaklúbb íslendingafélagskvenna á sunnudaginn, hann var haldinn heima hjá einni sem er búin að búa hér í 14 ár, alltaf gaman að kíkja í heimsókn hjá rótgrónum íslendingum, og það var meira að segja íslensk súkkulaðikaka á boðstólnum namminamm..
Þar var m.a rætt barneignir í Boston og þá kom í ljós að maður verður að gefa barninu nafn á fæðingardeildinni sem okkur finnst frekar óvenjulegt og ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki tilbúin með nafn lendirðu í óumflýjanlegu veseni þ.a ég trúi ekki öðru en að mjög há prósenta para fái að vita kynið svona til að undirbúa sig enn betur undir nafnatilkynninguna.
Skrapp í Whole foods áðan, hafði frétt af íslenskum ost, jú jú þarna voru þeir í allri sinni dýrð, Stóri Dímon og Höfðingi, greip einn Höfðingja, þegar heim var komið slafraði ég í mig hálfum ostinum með tilheyrandi kexi og sultu, vá hvað hann var góður, hann var ekki ódýr en worth every penny!

Mamma og tengdó! Takk kærlega fyrir páskaeggin! Bað mömmsu mína nefnilega um að kaupa eitt páskaegg fyrir familíuna sem kom með Begga bró, en svo bara alveg óvænt kom þessi risakassi með Láru með heilum þrem páskaeggjum, páskadúk, kertum og sérvéttum já við Bostonfjölskyldan getum aldeilis haldið gleðilega pásku um helgina en ég býst samt við að við gefum eitt eggið til góðnágranna okkar Pat, Amber og Rhodes.

Hrafnkell og Gummi að horfa á Bangsímon og Fríllinn

Hrafnkell og Rhodes að grafa upp fjársjóð

Hrafnkell að spila á luft-píanó

4 Comments:

At 6/4/07 02:13, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskurnar
Ég skal senda ykkur góða vorstrauma, þótt veðrið hérna hafi eitthvað farið kólnandi, aldrei að vita nema að það sé á leiðinni til ykkar ;). Hafið það sem allra best og gleðilega páska, gott að vita að þið hafið fengið nokkur egg til að maula yfir páskana.

Knús frá Álaborg,
Íris, Björgvin og krakkarnir

 
At 8/4/07 09:52, Blogger Ósk said...

Vá hann er svo myndarlegur Hrafnkell draumabaukur!! Upprennandi tónlistarmaður á ferð, Magga þið verðið að fjárfesta í píanói þegar þið komið heim og þú tekur strákana í kennslu!!!!
knús á ykkur og Gleðilega páska, vonandi rennur súkkulaðið vel niður!
Breiðvangsmafían

 
At 9/4/07 19:10, Anonymous Nafnlaus said...

já hérna í Ithaca snjóar meira segja af og til, en kennarinn minn lofaði sumar og sól eftir næstu helgi. Hann kennir forritunarmál og hefur aldrei rangt fyrir sér !

 
At 11/4/07 04:57, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Alltaf jafn gaman að lesa af ykkur familíunni.
Vona að þið hafið haft það gott um páskanna í súkkulaðivímunni ;)
luv
helgs

 

Skrifa ummæli

<< Home