Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, mars 23, 2007

Jæja kallar og kellingar tími til komin að blogga

Eins og flestir sem lesa þetta blogg hafa áttað sig á, er búið að vera ofsalega mikið að gera hjá okkur, ritgerðir, skýrslur og próf hafa verið að hrjá okkur skötuhjú að ónefndum heimadæmum og heimalestri. Þetta hefur kallað fram óæskilega vöðvabólgu með tilheyrandi höfuðverk. En allt tekur enda um síðir eins og máltækið segir, það mun róast til muna hjá mér þegar ég klára kúrsinn minn 18.apríl og þá get ég einbeitt mér að lokaverkefninu mínu 100%.

Annars er vor í lofti hér í Boston og ilmurinn nær allaleið inn í eldhús til mín, já ég get ekki sagt annað en "I love Boston in the springtime" Allir svo glaðir hér á vorin alveg eins og á Íslandi þegar sólin skín.

Eins og flestir vita þá átti ég afmæli á mánudaginn, fyrir þá sem eru ryðgaðir í útreikningi ártala þá varð ég hvorki meira né minna en 25c, og fyrir klúrar hugsanir þá tengist þetta ekkert brjóstastærð, þetta er bara mjög gott og nytsamt kerfi sem góðvinkona mín hún Björg fann uppá fyrir okkur yngismeyjarnar sem lítum ekki út fyrir að eldast um einn dag frá ári til árs.
Þar sem ég átti að fara í próf á afmælisdaginn minn og Gummi bókaður í tíma til 10 um kvöldið ákváðum við að gera okkur dagamun á sunnudagsköldið þann 18.mars. Gummi hafði pantað borð á þessum frábæra franska stað Pigalle í leikhúsahverfinu, namminamm geggjaður matur og eftir mat brugðum við okkur á hinn frábæra píanóbar Encore þar sem lifandi píanótónlist og söngur fékk að leika um tónþyrst eyru Bostonbúa. Þar minnti ég Gumma á að það eina sem mig langaði til að setja í gámin þegar við flytjum heim er Píanó, ohh hvað ég þrái að byrja aftur að læra og svo að kenna Hrafnkeli líka ef hann hefur áhuga.

En af litla krónprinsinum er allt gott að frétta, hann er ávallt sprækur sem lækur og nýjasta nýtt er að hann neitar að leggja sig með snuddu á leikskólanum, ef honum er rétt snuddann þrusar hann henni barasta þvert yfir salinn, snýr sér á hina hliðina og fer að sofa, einhver mótþrói í gangi sem við erum ekki alveg að skilja, amma halla er alveg viss um að hann sé svo mikill töffari á leikskólanum að hann geti ekki verið með snuddu þar. En þegar við náum í hann er hann allur á iði þangað til hann fær snudduna sína og koddann sinn til að vera með í bílnum á leiðinni heim, svo þegar heim er komið er alveg ómögulegt að ná snuddunni frá honum soldið eins og hún hafi verið límd upp í hann með tonnataki. Kannski er hann að ná upp lost time.. er ekki viss.
Uppáhaldsmaturinn hans þessa dagana er án efa hakk og spagettí og pizza kemur þar fast á eftir. Gáfum honum svo "ryksugu" um daginn alveg eins og Rhodes félagi hans á en þegar hann fór í heimsókn til hans þá var hart barist um ryksuguna og þegar Rhodes fékk að vera með ryksuguna dó Hrafnkell ekki ráðalaus og náði sér í dótagítar og ryksugaði alla íbúðina með honum.

Jæja held þetta sé nóg í bili fyrir bloggþyrsta best að snúa sér aftur að skýrslugerð, svo setti ég nýjar myndir inn á barnanet.

Við Hrafnkell að drepa tímann meðan Papparass tekur sig til, allir á leið í skólann..

Rhodes, Pat og Gummi að snæða morgunverð á sunnudagsmorgni í Whole foods

Beggi kom í mýflugumynd til okkar um daginn á leið sinni til Íslands, hann birtist á þessum karrýgula mustang sem lét mann velta því fyrir sér hvort Beggi væri kannski 10 árum yngri en ég en ekki eldri?

Ég hitti DiCaprio í leigaranum..

..Og hann var svo elskulegur að bjóða mér út að borða.
En við sátum svona hlið við hlið á veitingastaðnum, soldið skondið greinilega eitthvað sem þeir gera þarna í Hollywood

Hvað haldiði að maður finni nú í hillum Whole foods? Gummi keypti 10 dollur, enda sannur íslendingur vanur að kaupa allt á uppsprengdu verði, en dollurnar eru 3svar sinnum dýrari en venjulegt jógúrt hér úti. Heyrst hefur af smjöri og siríus súkkulaði á lagernum..

5 Comments:

At 23/3/07 17:50, Anonymous Nafnlaus said...

Ég held meira að segja að ég hafi heyrt að Nóa páskaeggin væru að koma í búðir úti, sem er að sjálfsögðu mun mikilvægara en skyrið;)

 
At 24/3/07 18:39, Blogger Magga said...

Eg hringdi i budina fyrir nokkru til ad spyrjast fyrir um egginn en tvi midur attu thau ekki von a theim, thau koma greinilega i adrar budir en thessar sem eru naestar mer.

 
At 24/3/07 20:28, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra snuddusögu, þetta er við sama heygarðshornið á okkar bæ, snuddan hreinlega límist upp í Helga Sigurð eftir að leikskóla lýkur. En ég hef ekki heyrt af neinum töffaraskap þegar hann á að sofa, enda veit hann kannski að það gengur ekki upp, þegar hann mætir bæði með koddann sinn og bangsa á næstum hverjum degi í leikskólann...

Ég verð nú að hrósa brósa mínum fyrir hugmyndaríkar hár-og skegg útfærslur í gegnum Bostondvölina. Er ekki spurning hvort að vera með svona fyrir/eftir hér á síðunni?

helgs

 
At 25/3/07 04:34, Anonymous Nafnlaus said...

Whole foods klikkar ekki þrátt fyrir hvalveiðarnar.Notalegt að fá smá íslenskt.

 
At 25/3/07 04:38, Anonymous Nafnlaus said...

þessi var úr Brekkuhvammi en ég missti þetta án þess að kvitta.
Kv úr brekkó

 

Skrifa ummæli

<< Home