Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, febrúar 26, 2007

Allt á kafi aftur!

Bolludagurinn var tekin með stæl

Hrafnkell hefur tekið upp múslimatrú

Í snjókomunni, líklega þeirri síðustu þennann veturinn

Já það er ennþá nístingskuldi hér í Boston en fréttir herma að hitinn sé bara á leiðinni upp á við, en hversu hratt fylgir ekki sögunni.
Hér er allt búið að ganga sinn vanagang, dagurinn gengur út á að læra, leika og liggja í leti til skiptis.
Gummi skrapp til NY um daginn yfir helgi og á meðan passaði Lára okkur Hrafnkel, færum við henni kærar þakkir fyrir.
Hrafnkell er alveg í essinu sínu á leikskólanum, hann á það jafnvel til að brosa til fóstranna þegar hann sér þær og það koma bara tár í annað hvert skipti sem hann er skilinn eftir. Hvað er svosem annað hægt þegar hann á svona skemmtilega foreldra.
Hann fékk svo fullan poka af valentínusarkortum (mega amerískt) með tilheyrandi sleikjó og m&m sem mútta gamla reif í sig á leiðinni heim.
En við bostonfjölskyldan bíðum spennt eftir að litla frænka komi í heiminn, en leigutími hennar rennur víst út þann 18.mars, og heyrst hefur að framlenging leigusamnings sé ekki til umræðu.
En við höfum sagt upp okkar leigusamning hér á 60 Saint Germain st. og hafin er leit að íbúð með tveim svefnherbergjum. Tími til kominn að unglingurinn á heimilinu fái sér herbergi. Svo verður líka gaman að geta rétt út hendurnar án þess að rekast í vegg..
Það var hvítt yfir öllu þegar við vöknuðum í fyrradag kl .06:50 og við Hrafnkell vorum ekki lengi að nýta okkur tækifærið og skelltum okkur í Sparrow park með $10 þotuna og skelltum upp einum snjómanni í tilefni dagsins. Fyndnastur var samt hundurinn "King" sem við hittum, Hrafnkell skellti uppúr í hvert skipti sem King greip snjóbolta með kjaftinum.
Lára bauð okkur í alíslenksar fiskibollur í dós í fyrradag, ég borðaði auðvitað á mig gat, enda brögðuðust þær eins og besta steik.
Hittum svo Guðjón Elmar gamlan skólafélaga Gumma og konu hans hana Jórunni í Lunch í fyrradag, það var einstaklega ánægjulegt og þar sem Jórunn er fóstra sem býr í Hafnarfirði gátum við aldeilis spjallað um kosti og galla leikskólanna í Hafnarfirði og ég held ég sé bara búin að velja mér leikskóla fyrir Hrafnkel en hann er með græna fánann og er þar af leiðandi voðalega umhverfisvænn. Er auðvitað búin að gleyma hvað hann hét -berg eitthvað en hann er staðsettur í norðurbænum.
Annars gengur okkur bara vel í skólanum, dagarnir nýtast sérstaklega vel þegar Hrafnkell litli er í leikskólanum.
Annars er ég farin að bíða heldur óþreyjufull eftir sumarveðrinu, það er svo mikill farangur sem fylgir manni í svona kulda, húfa vettlingar, trefill og flís..

9 Comments:

At 28/2/07 05:04, Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert að meina Norðurberg. Ég er greinilega ekki jafn umhverfisvæn því ég myndi ekki nenna að vera með barn þarna. Börnin eru látin nota taubleyjur og ef þau pissa í gegn færðu ekki einu sinni poka undir pissublautu fötin! *Jakk* Alveg þar til börnin fæddust og ég fór að þvo þvottinn af þeim þá fannst mér ekkert svo hrikaleg tilhugsun að nota taubleyjur, en miðað við þvottamagnið núna, mætti ekki bjóða mér neitt sem eykur þvottinn meira... Dáist að fólki sem nennir því.

 
At 28/2/07 07:14, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ

Magga þú ert brill penni- hvenær kemur út bókin Baslið í Boston?

Já Magga mín, þú verður að taka upplýsta ákvörðun um val á leikskóla. Mér var bent á það af fagmanni í geiranum að skoða heimasíður leikskólanna í Hafnarfirði og sjá hvar fagfólkið væri að vinna. Eftir stutta könnun kom í ljós að Víðivellir (sem er í norðurbænum) hefur að geyma flesta leikskólakennara, þ.e. menntað fólk í hverri stöðu, annað hvort leikskólakennara eða þroskaþjálfa. Sem er auðvitað mjög gott mál! :) Svo er lítil starfsmannavelta þar (lítil miðað við það sem gengur og gerist á þessum leikskólamarkaði). Skoðaðu málið! :)
kv. Björg

ojojoj taubleyjur!!! ekki fyrir mitt litla líf! ehehehheeh

 
At 28/2/07 07:40, Anonymous Nafnlaus said...

Já frænka er orðin mega spennt að koma í heiminn og veltir sér og sparkar af ánægju á hverjum degi. Við væntanlegir foreldrar erum ekki síður spennt og getum ekki beðið eftir því að sjá hvernig litlan á eftir að líta út.

Læt ykkur vita um leið.

Ps, sá svona taubleyju umræðu á barnalandi um daginn og þetta var eins og einhver sértrúarsöfnuður.

 
At 28/2/07 08:31, Anonymous Nafnlaus said...

Hehe þetta er nú skemmtileg taubleyjuumræðan hér. Ég þekki nú eina (sálfræðing) sem er að vinna á leikskóla í Hafnarfirði, en hún talar megamegamega vel um leikskólann sinn. Sagði mér einmitt að það er mannað í allar stöður og að allir séu með menntun við hæfi. Læt þig vita þegar ég veit hvað leikskólinn heitir. Vona nú samt að hún sé ekki í neinum taubleyjusértrúarsöfnuði...

 
At 28/2/07 09:48, Anonymous Nafnlaus said...

Ohh en spennandi, ljóslifandi leikskólaumræður ;)
Já takk, ég þigg öll meðmæli og ætla að skella mér á heimasíðurnar við fyrsta tækifæri.
Mæli svo með að allir fari og leigi sér Al Gore myndina (vann óskar) "The inconvenient truth" held hún eigi að hrista duglega upp í taubleyjuumræðunum, held ég stökkvi út á leigu á eftir og kippi henni með.

 
At 28/2/07 18:16, Blogger Ósk said...

Hrafnkell litli verður auðvitað á Hjalla með Markúsi í rauðum galla!!! hehehe en ég styð allt sem þið gerið bara ef þið flytjið í nágrennið! þá fyrirgefur Markús allt ;)

knús á ykkur familía
kv.Óskapósk

 
At 28/2/07 18:29, Anonymous Nafnlaus said...

Hrafnkell minn þú ert flottur á myndunum þér finnst bollur góðar eins og pabba þínum .En með bleyjurnar hef ég það að segja ég var með 2 börn á taubleyju í einu, í þá daga(77-79) það voru bara þær lötu sem notuðu bréfbleyjur,,,,,en í dag vel ég þá lötu ekki spurning :) Magga mín ég tek undir þú ert frábær penni og skemmtilegur.Kveðja í kotið ÁSA

 
At 1/3/07 11:28, Blogger Unknown said...

Ég hlýt að vera að missa af einhverju...eruð þið að fara að flytja í Hafnarfjörðin?

 
At 4/3/07 14:43, Anonymous Nafnlaus said...

Já það virðist allt stefna í það, höfum voða mikið verið að skoða í Hafnarfirðinum, mun hagstæðara verð heldur en í Vesturbænum.

 

Skrifa ummæli

<< Home