Meiri blog
Fyrst að það er enginn skóli vegna veðurs er alveg eins hægt að nota tímann í annað. Var að fá þær gleðifréttir að ég þarf ekki að taka stöðupróf í þremur áföngum í sumar. Vegna nýrra reglna í skólanum fæ ég þá metna án vandræða. Það besta er að ég byrjaði að læra fyrir eitt prófið í jólafríinu og gafst upp, loksins borgaði það sig að vera latur.
Aðrar fréttir eru þær að ég er að fara í námsferð til Kína í tvær vikur í júní á vegum Bentley með 14 öðrum nemendum og prófessor Shiping Zheng. Ferðin jafngildir einum áfanga. Farið verður til Beijing, Xi'an, Suzhou og Shanghai. Þessi ferð er í samstarfi við Peking University og munum við heimsækja Peking Háskóla, fyrirtæki, sækja fyrirlestra, og skoða áhugaverða staði. Takmarkið er að læra um kínverskt viðskiptalíf. Dagskráin er þéttsettin alla daga. Engar áhyggjur, ég verð kominn heim fyrir brúðkaupið þitt Helga systir.
7 Comments:
Ha ha ha þarna lastu mig alveg. Ég var fyrst voða glöð fyrir þína hönd þegar ég las "námsferð til Kína..." en fékk síðan í magann. Já það er sko eins gott að þú verður kominn...!
Hvað er þetta annars með Kína og bræður mína?
knússs
helgalitla
Magga!!!
eins gott að þessi snjór verði farinn þegar ég kem eftir viku...togaðu nú í einhverja spotta og reddaðu þessu!!!
hahahí Arndís..
Engar áhyggjur Arndís mín, starfsmenn borgarinnar eru í óða önn að gera hjólastólafært um alla borg.. og meiri snjó búumst við ekki við fyrr en kannski næsta vetur;)
Frábært með Kínaferðina og það má skila því til Hrafnkels Árna að hann er frábær bloggari
Kv úr Brekkó
Það koma 10 nemendur úr HR með í þessa ferð... þannig að það verður eitthvað hægt að tala íslensku ;)
Það er frábært. Hverjir eru svona heppnir að fá að eyða tíma með mér í Kína. Það væri gaman að vera í sambandi við þau fyrir ferðina.
Free [url=http://www.invoiceforyou.com]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to design masterly invoices in bat of an eye while tracking your customers.
Skrifa ummæli
<< Home