Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, janúar 27, 2007

Herlegheit í kuldakasti

Það var skrítinn dagur í gær, kuldamet var slegið í Boston -12° celsíus og raunkuldi var mældur -25°. Hrafnkell vaknaði úr lúrnum sínum fyrir allar aldir ósofinn, eftir lúrinn grét hann nánast út í eitt, og það skipti engu máli hvað við gerðum fyrir hann það var bara grenjað, við skiptumst á að loka okkur inni í herbergi, þetta var ástand, hann neitaði að leggja sig aftur vildi bara öskra upp í eyrun a foreldrun sínum. Ég sjúkdómsgreindi hann með inniveikina, hann hefur ekki fengið að fara út að leika lengi sökum veikinda og kulda þ.a ég heimtaði að við fjölskyldan færum í göngutúr, það var auðvitað smá eiginhagsmunasemi í gangi þar sem mig er búið að dreyma um sugar heaven nammibúðina á Newbury í marga marga daga. Þegar átti svo að fara að klæða litla forstjórann í áttuðum við á okkur að við höfðum gleymt kuldagallanum hans í leikskólanum, "aftur" díses, en ég var komin þetta nálægt nammibúðinni svo ég gat ekki hætt við, gróf upp kuldagallan hans síðan í fyrra og hugsaði bara, ef barnið grætur ekki sökum geldingar þá passar hann. Hrafnkell er svo klæddur í c.a 18 layers og svo í kuldagallann kuldaskó kuldavettlinga, tvær húfur og risatrefil sem Gummi átti yfir andlitið það var nefnilega búið að vara við svona frostbiti í veðurfréttunum. Hrafnkell stendur svo eins og steinn í öllum þessum fötum "inni" örugglega að stikna en segir ekki múkk, hann vissi nákvæmlega hvað var að fara að gerast, hann var loksins að fara út! Út rölti fjölskyldan og kuldinn bókstaflega beit í kinnarnar brr.. sem betur fer var stutt í nammibúðina og þar urðu aldeilis fagnaðarlæti, sjaldséð súkkulaði blasti við okkur í búntum, bounty, mars, maltersers, kinderegg og haribo nammi.. ég þreif til mín fötu og byrjaði að moka í hana, svo fann ég þennann fína finnska lakkrís á nammibarnum sem er hrikalega saltur og góður. Já þetta leit bara út fyrir að ætla að verða rosalega fínn göngutúr.
Á leiðinni til baka ákváðum við að skella okkur á California Pizza Kitchen. Hrafnkell fékk barnapizzu með osti og mjólk en hann var aðalega í því að stinga upp í sig bita og skyrpa honum svo út úr sér, konunum á næsta borði til mikillar skemmtunar, hann hafði meiri áhuga á að borða litina sem hann fékk. Jæja tími til kominn að fara heim, við fórum gegnum allt mollið og út á Sheraton svo við þruftum bara að hlaupa yfir eina götu til að komast heim, og sökum kulda þá hlupum við í bókstaflegri merkingu, og þar sem ég er greinilega úr mikilli æfingu næ ég að fella mig á múrsteinagangstéttinni og ég flaug áfram, fyrst kom högg á hnén og svo á andlitið soldið skrítið eins og ég hafi verið handalus svo fann ég hvernig gleraugun mín möskuðust, og svo bara blóðið renna úr nefinu á mér, steig upp og vissi að allt í lagi var með mig, en ég var miður mín yfir fínu gleraugunum mínum, en umgjörðin er í lagi og bara annað glerið brotnaði þ.a vonandi verður þetta ekki allt of dýrt að gera við. Jú svo var ég líka miður mín yfir að ég fengi glóðarauga, það er það versta sem ég get ímyndað mér að labba um með glóðarauga. Svo á ég engin varagleraugu bara styrkleika-sólgleraugu, og hvað passar betur saman en glóðarauga og sólgleraugu.

En að öðru þá er ég í einum raforkukúrs og svo er ég að vinna í lokaverkefninu, er með soldinn lokaverkefniskvíða en það þýðir ekki að gefast upp núna loksins þegar ég finn þefinn af verkfræðititlinum.. Svo er lokaprófið í raforkukúrsinum 18 apríl þ.a ef ég verð langt komin með lokaverkefni mitt þá get ég haft það hrikalega gott í sumar, annars sé ég fyrir mér blóð, svita og tár yfir þessu lokaverkefni alveg fram á haust.

Hrafnkell sat á gólfinu áðan og var að skoða barbapabba bókina sem hann fékk frá Helga frænda í jólagjöf og hann er að benda á alla barbameðlimina inni í kápunni og ég á að segja hvað þeir heita svo ákvað ég að reyna á hann og segi: En hvar er Barbapabbi? Skælbrosand ríkur hann upp og hleypur inn í herbergi til pabba síns!

Hrafnkell að hjálpa Barbapabba að læra

Beggi og Gumms á comedy klúbbnum

Naglaþrautin á Science museum sem við Beggi leystum (í sitthvoru lagi reyndar og þetta er mitt afsprengi), naglinn í miðjunni er fastur við plastplötuna og þrautin var að láta hina 6 naglana haldast á. Bannað að anda.

Límmiðaskrímslið

8 Comments:

At 27/1/07 14:11, Anonymous Nafnlaus said...

Já það er mikið lagt á sig fyrir nammið hehehehe ;). Biðjum að heilsa og við þurfum endilega að fara að heyrast á skypinu þegar þú hefur tíma Magga.

Kveðja,
Íris og co

 
At 27/1/07 18:16, Blogger Ásdís said...

ó mæ....þetta hefur verið bitter sweet nammiferð....

 
At 27/1/07 18:56, Blogger Lara Gudrun said...

úfff... hrikalegt...
hlakka til að sjá þig samt *glott*
er glóðuraugað að myndast eller?

Hvað er með ykkur skötuhjú og glóðurauga? Veit ekki hvað nágrannarnir fara að halda um ykkur...Barnið hágrætur og svo sést þú með glóðurauga...
tja... aldeilis heimilslíf þar á ferð :)

 
At 27/1/07 19:17, Blogger Ósk said...

Ja hérna hér! Við hlógum upphátt hér að þessum hrikalegu hamförum!! og langar bara að sjá myndir af drollunni!! Verð að segja Magga að þú ert afbragðs penni og ég spái því að þú munir skrifa bók í þessu lífi! Þú átt allavega einn aðdáanda elskan... farðu nú vel með þig og vonandi batnar glerauganu þínu!!
Knús og klemm á ykkur litla fjölskylda.
Kveðja Breiðvangsfamilían.

 
At 29/1/07 04:12, Anonymous Nafnlaus said...

úFF það var aldeilis nammiferð! Mamma var reyndar búin að lýsa þessu öllu fyrir mér eins og hún hafi hreinlega verið á staðnum svo ég vissi svona eiginlega hvað ég var að fara að lesa. Vona að glóðuraugað hverfi fljótt og að nammið hafi verið gott :)

Af Helga Sigurði er það að frétta að hann kallar nafnið hans Hrafnkels hátt og snjallt, jafnvel þó hann sé með snudduna upp í sér.

Luv til ykkar
Helga Valdís

 
At 30/1/07 12:56, Anonymous Nafnlaus said...

Ææi grey Keli krútt með límmiðana. Sé hann alveg fyrir mér reyna að ná áttum. En ég vona að það sé í lagi með þig Massi. Vá hvað ég hefði orðið pirr á að detta svona, ég reyni alltaf að kenna hlutnum um og hefði því eflaust lent í slagsmálum við götuna.

 
At 31/1/07 14:42, Anonymous Nafnlaus said...

Æ Æ við gleraugnafólkið finnum til því hvað erum við án gleraugnanna
Vonandu færðu ný gler fljótt
En fall er fararheill þú klárar lokaverkefnið í vor og borðar nammi í sumar Birgir Óli las bloggið og var ekki ánægður að sýna lausnina á naglaþrautinni hann er greinilega á leiðinni
Kv úr Brekkó

 
At 31/1/07 23:50, Anonymous Nafnlaus said...

Nei sko, naglaþrautinni fylgdi mynd, en ég kom samt að Begga þar sem hann var að reyna að leysa þessa þraut án myndar, ef ég hefði ekki komið og sýnt honum að myndin var þarna fyrir framan hann þá værin hann líklegast þarna ennþá, þ.a þrátt fyrir mynd er þetta trikkí. En varðandi glerið að þá þurfti ég endilega að finna 1200kr apóteksgleraugun sem ég keypti mér í sumar og hef því ekki enn druslast með hin í viðgerð.

 

Skrifa ummæli

<< Home