Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, desember 23, 2006

Ahhh jólafrí...

Tveir dagar í jól og nýjar myndir og myndband á barnaneti.
Myndbandið er af Hrafnkeli þar sem hann bendir á vin sinn Bubba og segir bububububbi, eða það held ég. Þar getum við einnig séð Hrafnkel borða með guðsgöflunum ferskt pasta með ljúfengri pastasósu .
Upphafsatriði Bubbi Byggir á YouTube er hér fyrir þá sem vilja læra lagið utanaf.

Hér eru feðgarnir í keppni, hver getur blásið á fleiri kerti í einu.
Húsmóðirin á heimilinu útbjó dýrindis konfekt
Hér er Guðmundur í jólastuði að pakka inn jólagjöfum og hlusta á trommusláttinn í laginu "jólin eru að koma"

3 Comments:

At 23/12/06 00:57, Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir áhugasama þá fann ég langþráða marsipanið mitt í Shaws supermarket eftir að hafa spurt helminginn af starfsfólki Whole foods um þetta dýrindis konfektgerðarmix, en þeir ypptu bara öxlum og endurtóku bara: Mascarpone! Eða sendu mig í sósudeildina, svo má ekki gleyma manninum á kassanum sem sagðist sko alveg vita hvað Marsipan væri og ég fengi það örugglega í apótekinu.. ehh ekki alveg. En við Gummi áttum erindi í Whole foods áðan og ég ákvað að reyna einu sinni enn að leita, fór í bökunardeildina, setti upp þrívíddargleraugin og viti menn hvað haldiði að Magga sjái glitta í þarna í einni hillunni neðarlega næstum því eins og það væri að fela sig fyrir óprúttnum kaupendum í leit að Mascarpone.. mitt ástkæra ylhýra Odense marsipan, enda neitaði ég ávallt að trúa því að Whole foods myndi bregðast mér..ég keypti að sjálfsögðu pakkann þótt ég ætti annan úr Shaws, því ofgnótt af marsipani er ekki til..

 
At 23/12/06 06:57, Anonymous Nafnlaus said...

augljóslega er ekki annað hægt en að dást að trommuslættinum í "jólin eru að koma" enda einn sá besti er nokkurn tíma hefur verið festur á plötu...

 
At 23/12/06 13:10, Blogger Lara Gudrun said...

Til hamingju með afmælið Gummi minn.. og mikið er rosalega orðið jólalegt hjá ykkur :)

 

Skrifa ummæli

<< Home