Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, desember 03, 2006

Kuldaboli er mættur

Jólatréð fyrir utan Northeastern


Það er orðið kalt í Boston, í fyrradag labbaði ég í skólann á peysunni, í gær fór ég í skíðaúlpunni minni með risatrefilinn frá langömmu hans Hrafnkels og ég var samt með hroll. Horfðum á DaVinci Code í gær hún var góð en bókin er betri. Gummi er slappur, Hrafnkell er sofandi og ég er að fara í jólakortagerð á vegum íslendingafélagsins, það verður notalegt að fá sér heitt kakó í kuldanum brr. Það er ekkert að frétta af vinnumálum, var að spjalla við einn kennarann minn og hann sagði það skipta máli frá hvaða landi maður kæmi og það væri jákvætt að vera frá Evrópu, gott að vita að ég fæddist inn í rétt lið. Er annars að bíða eftir svari frá Prófessorinum mínum sem ætlaði að tala við tvö orkufyrirtæki fyrir mig. Annars eru bara tveir skóladagar eftir hjá mér og svo bara lokapróf. Er búin að skrifa öll jólakortin, ætlaði að senda þau í gær en það var röð út að dyrum eins og alltaf á pósthúsinu, hvað er fólk svona mikið að senda allan ársins hring, ætla kannski að skella mér með upptökutæki á pósthúsið og taka viðtal við fólkið spyrja það hvert það sé eiginlega að senda alla þessa pakka, kannski ég geri svo heimildarmynd um þetta allt saman, ''Mailing in America''. Amber mamma hans Rhodes félaga hans Hrafnkels er með ljósmyndasýningu á Starbucks á Mass ave. mæli með að allir sem vettlingi geta valdið kíki á það.
Jæja best að skella sér undir bununa.

3 Comments:

At 3/12/06 15:03, Anonymous Nafnlaus said...

Magga mín, ég var sko ekki svo myndarleg að baka piparkökurnar sjálf ;). Það skýrir einsleitnina í piparkökumynstrinu hehehe. Annars öfunda ég þig sárlega að klára fyrir jól, ég kvíði mínum jólum að þessu sinni sem einkennast af lærdómi og stressi :S.
Bestu kveðjur,
Íris, Bó, Rakel og Íbbi kúl

 
At 3/12/06 16:21, Anonymous Nafnlaus said...

Hó hó hó hó.....

Við sendum stubbaknús á Kela krútt....

Kv, Ingibjörg og Árni

 
At 4/12/06 10:00, Anonymous Nafnlaus said...

Oooo ég væri til í ljósmyndasýningu á Starbucks...Og, voðalega eru ameríkanar tímanlega að senda kortin?

Annars fattaði ég bara í gær að það væri komin aðventa.
Allt orðið troðfullt af jólauglýsingum í blöðunum og fullt
jólaljósum komin upp allt í kring...

Þannig að ég segi bara jólakveðja
frá Helgu sem er ekki búin að setja upp jólaljósin né gera aðventukrans og og og...

 

Skrifa ummæli

<< Home