Bloggkvíði, New York og skemmtilegar myndir
Ég er búin að þjást af svokölluðum bloggkvíða síðustu daga, myndirnar búnar að hlaðast upp og bíða óþreyjufullar eftir að verða sýndar umheiminum. Til þess að ég geti lært með ró í hjarta verð ég að skila af mér bloggi svona rétt áður en ekkert merkilegt gerist í lífi okkar Bostonbúa næstu tvær vikurnar þar sem þær munu einungis einkennast af lærdóm.
Við erum aldeilis búin að njóta þess að vera í Þakkargjörðarfríi, skruppum til NY í eina nótt sem var auðvitað mikið ævintýri. Hrafnkell fékk jólaklippinguna og vel það þar sem hún verður víst að duga í hálft ár, það er svo mikil breyting að hinir foreldrarnir og kennarinn í leikfiminni höfðu sérstaklega orð á því hvað hann væri fínt klipptur. En þar sem Hrafnkell hefur svo rosalega gaman af barnaleikfiminni ætlum við að skrá hann í annan hóp til viðbótar þar sem þemað er músík, ég efast ekki um annað en að Hrafnkell njóti þess í botn þar sem hann nýtir hvert tækifæri til að dilla sér þegar hann heyrir í tónlist. Hann kann svo að benda á nefið á sér, er að reyna að kenna honum eyrun en það gengur eitthvað brösulega. Aðalsportið hjá honum þessa dagana er að koma aftan að okkur foreldrunum og banka í bakið á okkur og svo fær hann eitt stykki hláturskast þegar við lítum við.. Hann kann að kyssa, og ef mar biður um koss þá fær maður lágmark fimm í viðbót.
Ég var búin að ákveða að vera með plastjólatré í ár þar sem það tekur minna pláss en svo þegar ég fann lyktina á jólatrjánum sem er verið að selja fyrir utan Whole Foods market í morgun þá er ég aftur orðin óákveðin.
En já það var margt skrítið og sniðugt í New York en skrítnastur fannst mér maðurinn sem ég hitti í lyftunni, hann setti upp þrívíddargleraugu og spurði svo hvort ég væri í grænum nærbuxum?.. ég átti bara ekki orð og á það ekki ennþá!
Kalkúnninn sem Tengdó eldaði á fimmtudaginn var auðvitað ljúffengur , hvað annað þrátt fyrir að ég hafi einungis komið niður nokkrum bitum sökum magaveilu, þá fengu hinir sér auðvitað oft á diskinn. Hrafnkell fékk líka kalkún með bestu lyst það segir kannski allt sem segja þarf þar sem hann setur sko ekkert hvað sem er inn fyrir sínar varir.
En jæja nóg blaður tími fyrir skemmtilegar myndir..
Amma og Lubbkell
Skoðunarferð um Bentley Campus og Hrafnkell tekur 100 metrana
Gummi og tölvuverið
Afi og Lubbkell í Bentley
Mætt á Hilton, New York og Afi reynir hér að hrista jógúrtið uppúr nafna
Mætt í fjörið og allir með bensín..
Foreldrarnir og klikkaði sonurinn
Falleg gluggaskreyting í Macy's
Þeir sem hafa séð Superman1 ættu að muna eftir þessum diner..
Mætt á minnangarstað 9/11
Þar eignaðist Hrafnkell félaga sem vildi ekki sleppa honum, það þurfti eina konu, fullvaxta karlmann og tvo krakka til að losa þá..
Skoðunarferð um Bentley Campus og Hrafnkell tekur 100 metrana
Gummi og tölvuverið
Afi og Lubbkell í Bentley
Mætt á Hilton, New York og Afi reynir hér að hrista jógúrtið uppúr nafna
Mætt í fjörið og allir með bensín..
Foreldrarnir og klikkaði sonurinn
Falleg gluggaskreyting í Macy's
Þeir sem hafa séð Superman1 ættu að muna eftir þessum diner..
Mætt á minnangarstað 9/11
Þar eignaðist Hrafnkell félaga sem vildi ekki sleppa honum, það þurfti eina konu, fullvaxta karlmann og tvo krakka til að losa þá..
Gumma dreymir um að verða native american..
Mátað hjól í Toys'r'us á tímatorginu
Í höll mannsinns með gull hárið, Magga, Ása og Árni í Trump Tower
Hrafnkell á hundabaki í F.A.O Swarts dótabúðinni
Jólalögin spiluð á gólfpíanó
Hrafnkell á röltinu í Central Park
Mátað hjól í Toys'r'us á tímatorginu
Í höll mannsinns með gull hárið, Magga, Ása og Árni í Trump Tower
Hrafnkell á hundabaki í F.A.O Swarts dótabúðinni
Jólalögin spiluð á gólfpíanó
Hrafnkell á röltinu í Central Park
5 Comments:
Mikið var gaman að fá fréttir af ykkur eftir allt þetta bloggleysi. Æi ég skil ykkur samt alveg, stundum er maður bara ekki í stuði fyrir þetta. En þar sem ég hef vinninginn í Hvar er Hrafnkell og ætla ég að verja þann titil þá segi að hann sé í kerrunni sinni þarna ásamt Ásu ömmu, Gumma og Árna afa? Am I right?
ofcourse my horse
Hahahahahah pant hitta manninn með þrívíddargleraugun.
Hefði átt að nappa þrívíddargleraugunum sem við fengum í Universal, greinilegt að þau gera meira gagn en af er látið.
Annars er Hrafnkell ooof sætur með nýju klippinguna og alltaf brosandi hringinn. Skil vel að krakkinn hafi ekkert viljað sleppa honum.
Veieiei þið eruð aftur mætt á svæðið. Æðislegt að sjá allar myndirnar. Ég brosti allan hringinn, enda búin að kíkja oft hingað inn á síðustu dögum og komin með fráhvarfseinkenni af bloggleysinu í ykkur...
knús í krús
frá helgssyss
Gaman gaman, skemmtilegt blogg!!!
langar í gleraugun!
Annað, mikið ofboðslega er Hrafnkell orðinn fær á myndavélina, svo flott myndin sem hann tók af ykkur og við þakkargjörðarmatinn.
p.s. Magga, brúnkukrem!!! :) ehhehehehehehehehe
Koss og knús
kv. Björg
Skrifa ummæli
<< Home