Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Tengdó mætt, Þakkargjörð og allir sprækir.. allavega flestir

Jæja loksins er maður komin í þakkargjörðarfrí, kennarinn í erfiða kúrsinum mínum sá ástæðu til að þræla okkur út og lét okkur hafa taka heim próf til að skila rétt fyrir frí. Ég var þetta svakalega heppin að tengdó komu fjóra daga fyrir skiladag þ.a ég fékk að flytja með nesti og nýja skó uppí skóla og sat ég þar sveitt yfir tölvunni eins og rjúpan við staurinn að sjóða saman stýringu sem eitthvað vit var í.. hvernig það gekk veit nú enginn en ég skilaði í gær og það er fyrir öllu.
Klukkan 5 í morgun var ræs, allir höfðu sitt verkefni, ég sá um Hrafnkel, Tengdó sá um nestið og Gummi um að hita bílinn, stefnan var tekin á dagsferð til Nýju Jórvíkur, eftir 10mín keyrslu og tvo vegatolla skipaði ég bílstjóranum út í kant, og út fuku mjólkurblautir cheerioshringirnir eftir stutta dvöl í veikum malla. Það var nokkuð ljóst að ég var ekki á leið til Jórvíkur í þetta skiptið, u-beygja og næsta stopp Saint Germain street. Nokkrum æluferðum síðar og svolitlum svefni er ég orðin nógu hress til að blogga. Ég er alein í kotinu þessa stundina, þar sem liðið skrapp í Target. Gummi er í því að senda þau í hverja verslunia á eftir annarri, skil ekkert í þessu þar sem ég er nokkuð viss um að þau séu nú þegar búin að toppa alla verslunarbrjálæðingana sem hafa heimsótt okkur og þar á meðal, Ósk og Inga sem hafa trónað á toppnum síðan í mars, ég er allavega hætt að sjá í útidyrahurðina mína..
Annars er búið að vera virkilega notalegt að hafa gestina okkar, við fóum með þau út að borða á Houston aðal steikarstaðinn hér í Boston á laugardagskvöld og Lára supernanny var svo indæl að passa kelirófunu á meðan. Í gær fór Gummi svo með settið í Burlington Mall og L.L Bean útivistarbúðina.
Á morgun er svo Þakkargjörðardagur, þá er allt lokað og því var Kalkúnn og með því keypt í gær og að sjálfsögðu strawberry cheeskake í eftirrétt.. nammnamm ég er greinilega að hressast.
Læt hér fylgja nokkar myndir með eins og alltaf í lokin.

Hrafnkell var svo heppin að fá Ragnhildi frænku sína í heimsókn um daginn

Mættur í Gymboree leikfimitíma

Ekki bend'á mig.. sápukúlugaman..

Hrafnkell fékk að opna jólapakkann frá ömmu Höllu þar sem hann þarf að fara að nota innihladið. Hér les hann á kortið hátt og skýrt svo allir heyri

Eftir að hafa lesið á kortið klæddi hann sig sjálfur í jólagjöfina.

Komin með hettuna og allt, nú fer manni að verða soldið heitt..

Amma Ása og Afi Árni gáfu Hranfkeli tuskudúkku að nafni Helgi

Helgi er voða vinsæll eins og sést á þessari mynd

5 Comments:

At 22/11/06 20:00, Blogger Lara Gudrun said...

Æææææ en leiðinlegt að heyra að þið komust ekki til NEW YORK...
eins gott að þér verði batnað fyrir kalkúninn á morgunn darling

 
At 23/11/06 04:45, Anonymous Nafnlaus said...

Enn gaman að lesa hvað hefur á daga ykkar drifið.

Voðalega er leiðinlegt að heyra með NY. Alveg týpiskt samt að verða veik.

Líst rosalega vel á Helga (Helgi á einmitt svipaða dúkku)

Kveðja til ykkar allra,

Helga Valdís

 
At 25/11/06 14:34, Anonymous Nafnlaus said...

Þvílík haminga með dúkkuna! Æðislegar myndir af honum!
Góðan bata!

 
At 29/11/06 04:00, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er farin að sakna þess að heyra frá ykkur á blogginu. Er kannski alveg brjálað að gera ?

 
At 29/11/06 13:13, Anonymous Nafnlaus said...

Æ já það er búið að vera fullt að gera, vorum með Ásu og Árna í 10 daga og þau fóru í gær svo í dag settum við í fjórða gírinn í lærdómnum enda bara tvær vikur í jólafrí og ennþá styttra í próf! En ég er með fullt af skemmtilegum myndum sem ég hendi kannski inn á eftir..
Kv. Massi

 

Skrifa ummæli

<< Home