Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Stofufangelsi

Er búin að vera að vinna í svokölluðu taka-heim-prófi síðustu daga, einu sinni hugsaði ég hmm.. taka-heim-próf það er ekkert mál! En ekki lengur, ég er búin að vera í stofufangelsi síðustu daga, alltaf þegar ég horfi út um gluggann þá líður mér eins og ég sé að brjóta skilorð.. svo ofaná allt þá er taka-heim-próf miklu erfiðara en tímapróf til þess að maður nýti örugglega allann skilafrestinn og aðfaranótt skiladags líka.
En nóg um það. Mammsa var hjá okkur í síðustu viku sem var náttúrulega bara yndislegt fengum að sofa út á hverjum morgni halelúja!
Fórum í tvo bíltúra með múttu, fyrst mega krúttlegan bæ sem kallast Rockport, og svo seinna í Burlington mall sem er í c.a 30mín keyrslu frá okkur.
Set hér inn nokkrar myndir frá mömmuheimsókn og síðustu dögum.. einnig eru líka komnar nýjar myndir í október albúm á barnanet síðunni.

Ég og mamma í town of Beverly.. ekki hills samt

Hrafnkell að velja grasker í Beverly

Town of Rockport

Harbor of Rockport

Gummi, Hrafnkell og Mamma að snæða í Rockport

Karamellugerð í Rockport

Mammsa á Cheescake með matarskammt fyrir 3

Mamma í Burlington Mall við jólaskreytingarnar

Graskerið litla sem ég skar út í tilefni Halloween

Hrafnkell að horfa á pabba setja saman nýju tölvuna

1 Comments:

At 6/11/06 07:53, Anonymous Nafnlaus said...

omægod gummi er þér alvara með skeggsöfnunina ;D

helgs

 

Skrifa ummæli

<< Home