Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, október 22, 2006

Jólakók?

Það hefur svo sannarlega kólnað í Boston, en sem betur fer höfum við ekki enn þurft að hita íbúðina okkar. Í svona lítilli íbúð hitnar allverulega bara við að elda mat, annars ætlum að taka ísbjarnablúsinn á þetta eins lengi og hægt er og sjáum svo hvað setur. Rafmagnsreikningurinn hefur verið $60 núna þegar við erum ekki að kynda en hann fór upp í $230 í kaldasta mánuðinum febrúar í ár. Nú er mánuður í thanksgiving og það er byrjað að selja jólaskraut í búðunum, við fengum jólakók með pizzunni okkar, það var mynd af jólasveini og ísbirninum fræga merkt með ártali "Holydays 2006" um að gera að hafa ártalið með svona rétt til að staðfesta að þetta væru ekki gamlar birgðir síðan í fyrra. En við getum ekki annað en smitast af jólaandanum og erum byrjuð að kaupa fyrstu jólagjafirnar. Spennandi að heyra hvenær jólalögin byrja í útvarpinu.
Glóðaraugað hans Gumma er farið en Hrafnkell náði að næla sér í eitt, hann hrasaði á sófaborðið. Eitt er víst að ég er næst í röðinni..
Er byrjuð að vinna í vinnumálum fyrir næsta sumar, talaði við prófessorinn minn og hann ætlar að tala við tvö orkufyrirtæki fyrir mig, ætla svo að spjalla við atvinnumiðlun háskólans núna í vikunni.
Litla fjölskyldan gerði sér dagamun í gær og skellti sér út að borða, fórum veitingastaðinn House of Siam sem hefur verið valinn Best thai in Boston 2006 og nokkur ár þar á undan. Hrafnkell smakkaði thai og líkaði bara vel, en hann er ekki eigingjarn þessi litli kútur og passaði sig að gefa alltaf gólfinu helminginn á móti sér;)
Hér eru nokkrar myndir frá síðasliðnum dögum..


Hrafnkell passar ennþá í fína gallann frá ömmu Ásu og við stefnum á að láta hann duga fram að útsölum sem byrja á Thanksgiving, 23.nóvember. Hér er stubburinn að fara út í vagn.
Hér er ég í "Benidorm Pósu" á Colombus Avenue á leið á House of Siam, takið eftir fallega ullarjakkanum sem ég splæsti á mig, úhhlala!
Setið að snæðingi á House of Siam, namminamm..
Held að íbúðin mín hafi aldrei ilmað jafnvel og þegar Gummsi eldaði þennann dýrindis kjúkling, fann uppskriftina á Terryaky sósu flöskunni okkar..
Feðgar með sama áhugamál

7 Comments:

At 23/10/06 05:50, Anonymous Nafnlaus said...

Hér er jólaappelsínið komið í búðir. Það var líka lesið vel á umbúðirnar hvort um væri að ræða birgðir frá því í fyrra.

Alltaf jafn gaman að skoða myndirnar og sjá hvað þið eruð að bralla.

Knús til ykkar og Hrafnkell sæti frændi minn fær extra knús.

 
At 23/10/06 09:59, Anonymous Nafnlaus said...

En gaman ad jolaapelsinid er komid, mammsan min kemur nefnilega med appelsin handa mer fyrir jolaolid

 
At 23/10/06 11:27, Anonymous Nafnlaus said...

Já heyrði á mömmu að hún væri að undirbúa smyglferð til Boston. Annars er það helsta í fréttum að Manda og Addi fóru í sónar áðan og ætluðu að fá kynið í umslag en pungsinn og öllu sem honum fylgir blasti bara við þeim í allri sinni dýrð svo það var nokkuð augljóst að það er strákur á leiðinni.

Ég var alveg viss um að þau væru með stelpu og ég með strák en kannski er það bara akkúrat öfugt. Er allavega farin að hallast meira á stelpu núna hjá mér, svo breytist það á klukkutímafresti.

Þið verðið allavega að vera við símann á föstudag þegar ég hringi út og tilkynni hvaða föt ég fái lánuð, Hrafnkels eða Ragnhildar.

 
At 23/10/06 12:01, Anonymous Nafnlaus said...

Vid bidum mega spennt, tad bidur tin heill gamur af fotum ef um typpaling er ad raeda.. Annars pannt vera yfirverslari ef um stelpu er ad raeda, mar faer aldrei nog af tvi ad tapa ser i stelpudeildinni.

Annars sa eg thetta unisex infant outfit i gap um daginn mega saett..

http://www.gap.com/browse/outfit.do?cid=20703&oid=OUT05125&mlink=20703,630362&clink=630362

 
At 23/10/06 12:46, Anonymous Nafnlaus said...

eru menn búnir að týna rakvélinni?

 
At 23/10/06 12:47, Anonymous Nafnlaus said...

eða splæsti magga kannski í skítugan sanchez...

 
At 23/10/06 15:02, Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei hann er bara að safna, svo er það meira að segja orðið það sítt að hann er alltaf að strjúka því.. alveg eins og jólasveinninn..

 

Skrifa ummæli

<< Home