Íslendingapartí og Spænskunámskeið
Skruppum á Íslendingafjör með Íslendingafélaginu þar var mikið fjör og mikið hlegið, fékk þá loksins að sjá íslensku stelpuna sem býr í götunni okkar, hún er að vinna fyrir Decode í Waltham sem er sami bær og skólinn hans Gumma er í. Svo komst ég líka að þeirri merkilegu uppgötvun að í c.a 5mín fjarlægð frá mér býr íslensk dama sem hefur búið hér í fjölda ára og vinnur hér sem miðill!! Jiminn eini ef það er ekki eitthvað fyrir mig, gat ekki varist að hugsa til þess þegar við Ósk ætluðum að skella okkur til miðils hér úti og vissum ekki í hvorn fótinn við áttum að stíga. Ef við bara hefðum vitað að hún byggi fyrir aftan Whole foods market. Fórum með Hrafnkel í prufuleikfimitímann sem ég minntist á í síðasta pósti, við náðum því miður bara síðustu 10 mín af tímanum eftir að hafa villst af leið, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, hittum þennann indælis lög varðanna sem vísaði okkur réttu leiðina, hann var einn af þessum frægu sem hefur millilent á Íslandi á leið til Danmerkur því konan hans er dönsk. Einnig rákumst við á skemmtilega skreitt hús (sjá mynd neðar) en okkur leist engu að síður mjög vel á barnaleikfimina og stefnum á að fara með hann þarna að lágmarki 2svar í viku. Svo er ekki leiðinlegt að segja frá því að við Lára erum byrjaðar á fríkeypis spænskunámskeið í skólanum, þetta er bara klukkutími á viku.
Muy buieno!
Kunnuglegur fáni hér á ferðMuy buieno!




8 Comments:
Lára þú mátt ekki svara!!
hehehheheheh... verð samt eiginlega að fá að sjá þetta með berum augum áður en þetta fer... þetta er algjör snilld
Hrafnkell kýldi hann
Gummi vill bara láta þig vita það að það er hægt að kæra það þegar konur berja mann það ekki bara öfugt. hehe
Hann fór á svartasta kommedí klúbbinn í boston !
Labbaði á staur!!
Hann neitaði að vaska upp!!
Á þessari mynd er Hrafnkell með hnefann krepptan og skælbrosandi á meðan Gummi horfir í myndavélina með eymdarsvip. Ég spái því að gummi hafi fengiðs sleif í augað og Hrafnkell sé valdurinn.
Skrifa ummæli
<< Home