Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, október 02, 2006

Föst í álögum

Standlampinn okkar brotnaði. Hrafnkell sló honum í vegginn. Þetta er standlampi nr 2 sem skemmist. Ég held við séum í standlampaálögum. Það er mér í hag að vera í standlampaálögum því þá kemst ég oftar í Ikea til að fá mér sjóðheita cinnamon snúða. Í næstu standlampaferð ætla ég að kaupa mér tvo kassa af cinnamon snúðum, borða einn og frysta hinn til að borða seinna.. slef..kjamms
Við Gummi sluppum út í gær, Lára var svo indæl að passa fyrir okkur, byrjuðum á því að fá okkur að borða á Longhorn Steakhouse og skelltum okkur svo í bíó. Þetta var langþráð frelsi. Hrafnkell svaf blífast allan tímann. Tek því sem þögula hvatningu um að við foreldrarnir eigum að sletta oftar úr klaufunum.
Október byrjaði víst í gær svo og niðurtalning í mömmuheimsókn 23 days to go!
Byrjaði að baka brauð fyrir nokkrum vikum, nú er ekki aftur snúið því brauðið er svo gott þó ég segi sjálf frá. Mig langar til að gefa áhugasömum sælkerum færi á að njóta þeirra lífsgæða sem nýbakað brauð gefur, hér kemur því uppskriftin:

Hollustubrauð
6 dl spelt/ bygg mjöl/ heilhveiti (ég hef notað heilhveiti)
2 dl AB mjólk (Kefir í Whole foods)
4 tsk lyftiduft
1 dl fræ að vild (hörfræ/ sesamfræ /sólkjarnafræ) (ég hef notað hörfræarmjöl (e. flaxseed meal)
3-4 dl vatn
Sett í skál og handhrært (á að vera þykkt eins og hafragrautur)
sett í form með bökunarpappír undir
175°C (c.a 350°F) í 50-60mín

Lestin kemur, lestin fer..
Pöntuðum okkur stóran bjór, mér varð illt í úlnliðnum í hvert sinn sem ég fékk mér sopa
Setti þessa mynd inn fyrir Gumma því honum fannst hún svo töff, og líka fyrir Dodda því hér er ég hress!

3 Comments:

At 3/10/06 17:23, Anonymous Nafnlaus said...

Þarna þekki ég þig Margrét.

 
At 3/10/06 17:29, Anonymous Nafnlaus said...

er Guðmundur með smokk í hendinni?

 
At 3/10/06 18:13, Blogger Gudmundur Arni said...

Það má kalla það getnaðarvörn en gengur líka undir nafninu "Sweet'N Low" og dregur úr kynhvöt samkvæmt nýjustu rannsóknum.

 

Skrifa ummæli

<< Home