Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, september 27, 2006

Annað og þetta

Það lítur út fyrir að erfinginn sé búin að yfirtaka blogsíðuna. Það eru ekkert nema myndir af honum sem birtast hér. Hann lætur barnanet ekki duga vill líka fara að skrifa blog. Annars er ekkert til sem heitir of margar myndir af prinsinum.
Það er lítið að frétta annað en að Hrafnkell er farinn að rölta á milli staða án þess að vera mútað af foreldrum sínum. Miðað við framfarir í þessari viku verður hann farin að hlaupa í næsta mánuði. Hann er líka orðinn harður Stubba aðdáandi eins og flestir aðrir á hans aldri.
Við erum engan veginn nógu dugleg að bloga en það stafar kannski af því að glósur úr róbótastýritæknihámörkunarkerfisgreiningu eða Leiðtogasiðferðisupplýsingakerfafjármálaákvarðanir erum við búin að semja um höfundarrétt á og megum því miður ekki birta á veraldarvefnum.
Við höldum áfram ferðalagi okkur í heimi heimildarmynda og ég mæli með að fólk horfi á eftirfarandi myndir sér til skemmtunar eða fróðleiks.
Enron - The Smartes guys in the Room
Corporation
FAHRENHEIT 9/11
Super Size Me
Wal-Mart: The High Cost of Low Price
Yes Men
Einnig American Jobs, McLibel og Bowling for Columbine.
Það er samt mikilvægt að muna að þessar myndir segja flestar bara söguna frá einni hlið, því þarf að kynna sér málið betur ef það á að taka afstöðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home