Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, september 20, 2006

ÓÐHALARINGLA

Við Hrafnkell höfum verið að lesa ljóðabókina ÓÐHALARINGLA eftir Þórarinn Eldjárn. Þessi bók er stórskemmtileg og ljóðinn hvort öðru betri. Læt fylgja með tvö uppáhaldsljóðin okkar (a.m.k. mín).

Bókagleypir
Hann Guðmundur á Mýrum borðar bækur,
það byrjaði upp á grín og varð svo kækur.
Núorðið þá vill hann ekkert annað,
alveg sama þó að það sé bannað.

Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
hann kemst ekki af með minna en heilan stafla.
Hann er víða í banni á bókasöfnum,
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.

Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fær sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst að maginn muni skána
í mörgum við að bíta í símaskrána.

Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.

Óli njóli njólasali
Óli njóli njólasali
í Njólavali
hætti ellefu ára í skóla
áleit betra að selja njóla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali
selur mjúka nýja njóla
og nauðaþurra gamla drjóla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali
selur allt sem er úr njóla:
Njólasúpu, njólakjóla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali.
öllum þeim sem þurfa njóla
þykir best að stóla á Óla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali
segist eiga næga njóla
nóg til fjórtán brandajóla.

3 Comments:

At 21/9/06 04:45, Blogger Bjorg said...

En gaman að þið eruð komin í aðdáendaklúbb Þórarins Eldjárns!!

Ég verð greinilega að brenna fyrir ykkur diskinn minn þar sem þessi lög eru sungin af okkar bestu tónlistarmönnum, Diddú og Bergþór Páls og fl. :)
Svo er nú ljóðið um óðu fluguna sem nálgast óðfluga rosa skemmtó líka!!! :)
Ég brenni diskinn sem fyrst og sendi ykkur á næstu dögum.

Kv. Björg - aðdáandi nr. 1

 
At 21/9/06 13:15, Anonymous Nafnlaus said...

Úhh en spennó, bíðum spennt eftir sendingunni;)

 
At 23/9/06 13:09, Anonymous Nafnlaus said...

Rannveig elskar þessi ljóð.
Kv úr Brekkó

 

Skrifa ummæli

<< Home