Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, september 10, 2006

Icelandic moss

Ég keypti tannkrem í Whole foods um daginn sem inniheldur íslenskan mosa, nú þegar ég bursta mig á kvöldin finnst mér ég vera úti í náttúrunni, því ekki er það einungis mosagrænt á litinn heldur kemur það með þessum ferska náttúruilm líka.
Gerði heiðarlega tilraun til að baka hollustubrauð í kvöld, hefði átt að heyra í viðvörunarbjöllunum þegar ég setti tvær matskeiðar af salti útí.. ilmandi nýbakaða brauðið mitt er í ruslinu og ég er að drepast úr þorsta því ég gat ekki staðist ilminn þrátt fyrir saltmagnið og fékk mér væna sneið með miklu smjöri.
Annars er allt komið á fullt hjá okkur Gumma, kerfið okkar er að virka vel, ég lærði fyrir hádegi í morgun og Gummi eftir hádegi, þetta er rosa mikil vinna en virðist ætla að ganga upp.
Kíkti með Láru og Nínu á lífið í gær, en þegar við ætluðum að kíkja inn á þriðja barinn var bara lokað á nefið á okkur þar sem klukkan var slegin 02:00 en þá loka allir skemmtistaðir í Boston samkvæmt lögum, ég átti að vita þetta en svona er maður fljótur að gleyma.
Hrafnkell er sjálfum sér líkur og keppist við að heilla píurnar hér í Boston á milli þess að horfa á stubbana og fara á róló.
Ég er búin að læra tvö ný og skemmtileg orð í vikunni annarsvegar er það "rutabaga" sem er enska orðið yfir grænmetið rófa hitt orðið er "Binky" sem er gælunafn á enska orðinu "Pacifier" sem þýðir snuð.
Já og síðast en ekki síst, við erum loksins búin að láta verða af því að kaupa bíl, ljósblár Toyota Matrix xR'o4 varð fyrir valinu, erum að fara að pikka hann upp á morgun og þá verður sko kátt í höllinni og þá mun ekki líða á löngu þar til rykið verður dustað af "Discovering New England" bókinni okkar og svo ef við lærum ekki yfir okkur þá geta Bessi og Pesteper í Cornell átt von á okkur en best er bara að lofa engu en gera fullt!

Eðalvagninn
Bostonhópurinn á Cheescake

2 Comments:

At 11/9/06 07:32, Anonymous Nafnlaus said...

Veieiiii ekkert smá flottur nýji bíllinn! Til hamingju : )
Knús
helgs

 
At 11/9/06 21:17, Anonymous Nafnlaus said...

Flottur bíll, við hérna í Ithaca erum hinsvegar ennþá að styrkja bílaleiguna Avis (fastir viðskiptavinir)

Þið eruð alltaf velkominn í heimsókn til okkar og hreindýranna sem vafra hérna um, sérstaklega á nóttunni.

Ragnhildur lánar gestum herbergið sitt - hún sér að báðir hagnast á þeim viðskiptum :-)

kv.
Beggi & Ester

 

Skrifa ummæli

<< Home