Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, september 01, 2006

Margt á daga drifið

Síðustu dagar hafa verið nokkuð pakkaðir hjá okkur, Gummi er búinn að vera þessa vikuna mikið í skólanum sínum á hinum og þessum fundum, kokteilum og kvöldverðum og er rétt í þessu staddur á einhverskonar carrier námskeiði til hádegis.
Lára Klára er mætt á svæðið með Nínu Fínu og ætla þær að vera næstu daga að koma Láru fyrir í íbúðinni sem hún er að fá afhenda á hádegi á dag, ég svitna nú bara við tilhugsunina um alla vinnuna sem þær eiga fyrir höndum, skúra skrúbba og bóna, skrúfa, negla og smella.
Tókum þá ákvörðun um daginn að við yrðum að kaupa okkur bíl og við Gummi þræddum nokkrar bílasölur, svo hættum við við, svo ákváðum við aftur að kaupa bíl og þá fóru Gummi og Doddi á bílasölur og svo hættum við aftur við og það er ákvörðunin okkar í bili. Það er ekki nema von að mikil spenna ríkir fyrir því að byrja loksins í skólanum í næstu viku enda gaman að sjá hvernig þetta nær að púslast allt saman hjá okkur þar sem við ætlum ekki að setja Hrafnkel í neina gæslu. Annars er Hrafnkell bara hinn hressasti, elskar að leika leikinn týndur-fundinn, svo er hann mikið fyrir það að fara inn í svefnherbergi eða inn á bað og loka sig inni og helst lokar hann beint á nefið á okkur foreldrunum, unglingaveikin virðist vera að byrja snemma. Svo er líka nauðsynlegt fyrir okkur að fá okkur beisli í matarstólinn hans þar sem hann getur staðið alveg teinréttur upp í honum, já ekki sniðugt það. Hann er líka hinn mesti pabbastrákur og grætur hástöfum þegar hann fer út, þetta breytist örugglega þegar húsgagnið (ég) byrja í skólanum, ég held allavega í vonina ;)

Lára og Nína mættar á svæðið, hér er setið að snæðingi áður en horft var á Supernova úrslitin.
Vatnsbrunnur á Boylston, þar sem í vor var ekkert vatn og hjólabrettadrengir nýttu sér þessa aðstöðu þá óspart við mikla kátínu Hrafnkels.Bílaleiðangurinn: Fyrst leist okkur best á þennann
Svo leist okkur best á þennann (Toyota Matrix)
Svo þennann (Toyota Matrix í felubúningi: Pontiac)
Svo fannst okkur þessi líka fallegur lúxus (Chrysler Pasifica)

En Hrafnkeli leist best á þennann (Matrixinn)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home