Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, október 06, 2006

Svona er lífið

Gummi og Hrafnkell eru á playdate-i. Þeir fóru með Pat og Rhodes sem búa í götunni okkar á róló hér á Commonwealth, Rhodes fæddist í júní 2005 og er því 3mánuðum eldri en Hrafnkell og kann að segja "baby" sem hann segir þegar hann sér Hrafnkell og svo kann hann líka að segja "bæ bæ" og að vinka í leiðinni. Hrafnkell kann að segja datt og gojagojagojagoj..?? Stundum dettur líka út úr honum eddegoj? sem við höldum að sé "þetta er gott" en ég veit ekki. Rhodes er skírður í höfðið á hljóðfæri sem ég þekki ekki en Pabbi hans hann Pat er í Berklee tónlistarskólanum hér rétt hjá okkur að læra á gítar og fleiri hljóðfæri en mamma hans hún Amber er að klára menntaskólann held hún hafi tekið sér pásu þegar hún átti strákinn veit annars ekki..
Ég er sit hér í rólegheitunum og er að sjóða grænmeti fyrir Kelarófu, keypti ilmandi tilbúinn jurtakryddaðan kjúlla fyrir okkur öll í Whole foods namminamm... ber hann svo fram með salati og kotasælu, þetta kenndi hómópatinn mér ásamt hollustubrauðinu góða, hún sagði reyndar að mar ætti að taka húðina af en mér finnst það aðeins of mikið.
Er að undirbúa fyrstu styrkumsóknina mína, leiðbeinandinn minn ætlar að skrifa meðmæli fyrir mig, doktorsnemar í verk- og raunvísindum ganga víst fyrir en það sakar ekki að reyna, sveltur sitjandi kráka, fljúgandi fær...
Jæja ætla að taka til kjúlla og grænmeti fyrir Hrafnkel, Gummi var að hringja hann er víst eitthvað súr ( hann Hrafnkell) mig grunar að hann sé bara orðinn sársvangur.
Erum svo að fara í pizzapartí hjá Íslendingafélaginu á sunnudag kl: 14:00 sem verður haldið í einhverjum bakgarði á MIT campus, það verður spennó að sjá loksins andlitin á stelpunum sem gáfu okkur svo mörg og góð ráð þegar við vorum að flytja hingað út í desember.
jæja, Keli og Gummi mættir í hús,
Later skaters..

9 Comments:

At 7/10/06 04:39, Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega ertu myndó Magga, bakar bara brauðið sjálf ;). Ég þyrfti að taka þig til fyrirmyndar (eða þá Björgvin kannski frekar, híhí). Biðjum að heilsa í bæinn og skemmtið ykkur vel á Íslendingadeginum.
Kveðja, Íris

 
At 7/10/06 08:39, Anonymous Nafnlaus said...

tja veit ekki hvort ég kallast myndarleg þar sem þetta brauð tekur einungis tvær mínútur að hræra í og svo bara hent í ofninn ekkert ger og lyftivesen..
..mmm namm verð að skella í eina uppskrift í hvelli

 
At 7/10/06 17:29, Blogger Unnur Stella said...

HAHAHA,
já mogginn rúlar, var einmitt að ljúka við umsóknina mína til minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. En ef við fáum hvorugar núna, þá getum við bara reynt aftur þegar við erum orðnar doktorsnemar ;o)
Kveðjur úr Áló,
Unnur Stella

 
At 7/10/06 23:29, Anonymous Nafnlaus said...

hmmm.. doktorinn, nei ég held ég geti sagt fyrir okkur allar að þú Unnir verði r sú eina af okkur sem farir í doktorinn!

 
At 8/10/06 06:35, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ

Bið að heilsa Kelirófunni. Frændi/frænka er byrjað að sparka eða boxa á fullu og smá bumba byrjuð að myndast. Mér líður eins og Keli komi fermdur heim hann stækkar svo fljótt.

 
At 8/10/06 11:47, Anonymous Nafnlaus said...

Já á 16 viku byrjuðu "penu" lætin fyrir alvöru hjá Hrafnkeli, styrkleikinn jókst með hverri viku, mundu að þetta er bara ávísun á það sem koma skal.. innan og utan bumbu muhahaha

 
At 8/10/06 19:34, Anonymous Nafnlaus said...

Það verður gaman að heyra í Hrafnkeli. Hann er greinilega farin að tala meira.
kveðja mamma í Brekkuhvammi

 
At 10/10/06 13:57, Blogger Ásdís said...

Bwahahaha.....að skíra barnið sitt Rhodes, ég vona að ég nái að hemja Dodda ef kemur að því að velja barnanöfn.

P.s. Rhodes er spes gerð af píanói...rafmagnspíanó.

 
At 11/10/06 13:47, Anonymous Nafnlaus said...

rafmagnspíanó!! Ó mæ.. ég hef alltaf verið að ímynda mér eitthvað í líkingu við saxafón eða klarínett!

 

Skrifa ummæli

<< Home