Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, október 14, 2006

Það sem gerðist í raun og veru fyrir Gumma!

Sko.. Íris og Ingibjörg voru auðvitað næstar hinu eina rétta svari en ekki nógu nálægt.
Hrafnkell er svo mikill englamús að hann myndi aldrei berja föður sinn viljandi..
En það sem gerðist var að Hrafnkell er svo mikill kúrari og hann elskar koddann sinn, og það sem honum finnst best að gera ef við erum að svæfa hann uppi í hjónarúmi er að reisa sig upp og skella sér í frjálsu falli beint ofaná koddann sinn, held hann sé að reyna að komast inní koddann?? En þegar hann skellir sér svona á koddann sinn þá er hann mjög þreyttur og gjarnan með lokuð augun og það var raunin í þetta sinnið og því hitti hann ekki á koddann sinn heldur beint á augabrúnina á pabba sínum. Gummi fékk strax risa kúlu sem var svo búin að síga og breyta um lit strax daginn eftir og leit þar af leiðandi út sem þetta svæsna glóðarauga. En það sem mér finnst skrítnast er að ekki sála hefur spurt Gumma hvað hafi komið fyrir augað á honum...
Well thats the whole story!

2 Comments:

At 15/10/06 02:58, Anonymous Nafnlaus said...

Hehe þessi börn geta sko verið stór hættuleg. I
Ingibjörg, ég myndi strax byrja að búa mig undir þetta, hehehehe.

Annars er Hrafnkell nú meiri krúttmúsin alltaf hreint. Hann er með svo falleg og sjarmerandi augu og á án efa eftir að valda mörgum meyjum hjartasári ;).

Venlig hilsen,
Íris

 
At 15/10/06 10:53, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta barn er náttúrulega snillingur og kúrumús. Sé hann alveg fyrir mér. Megið fara að henda inn myndböndum. Þá sér maður hvað hann hefur stækkað.

Já Íris, krílið er byrjað að sparka á fullu svo við undirbúum okkur núna með því að sooofa mikið um helgar og njóta þess að taka letiköst.

 

Skrifa ummæli

<< Home