Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, desember 20, 2006

Ný myndbönd á Barnanetsíðu

já hvorki meira né minna og öll tekin í desember, ekkert gamalt svindl eins og síðast.
En héðan er allt gott að frétta Gummi klárar síðasta prófið sitt á morgun. Húrra, húrra! Svo á hann afmæli daginn eftir, verkefni morgundagsins: kaupa kerti á kökuna, geri ráð fyrir að fá magnafslátt.
Við erum loksins búin að kaupa jólatréð, tveggja metra hátt gervijólatré "pre-lit" s.s með áföstum perum ekki slæmt, fengum það á afslætti þar sem flestir eru búnir að kaupa og skreyta tréin sín fyrir löngu síðan. Nú er bara aðalhöfuðverkurinn hvar það eigi að vera? Sé fyrir mér að það endi úti á svölum.
Skruppum í Toys'r'us og keyptum yfir okkur af gjöfum til Hrafnkels en það er leyfilegt því allt er svo ódýrt, við mamma erum búin að gera verðsamanburð og hann er allt upp í 5-faldur þ.a það er ekkert annað en eðlilegt að Hrafnkell fái fimm sinnum meira dót hér heldur en ef við værum heima.
Jæja ætla að hoppa uppí rúm með nýja people blaðið mitt þar eru víst nýjar fjölskyldumyndir af Jolie og pitt það er góður skyndibiti fyrir sálina..

Bestu kveðjur,
Magga

p.s ein mynd fylgir frá jólaballi Ísfólksins

Hrafnkell að ná í íslenskt jólasveinanammi, við bíttuðum svo við hann á jólapokanum og mandarínu, hann var sáttur, svo rifum við foreldrarnir í okkur nammipokann á leiðinni heim, namminamm það var svo gott, nóasúkkulaði, púkahlaup og töggur, það gerist ekki betra

1 Comments:

At 21/12/06 15:51, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Gummi til lukku með daginn!
og til hamingju bæði tvö með próflokin, reikna með að þið séuð að fagna akkúrat núna :)
knús og klemm á ykkur, kveðja Markús og foreldrar

 

Skrifa ummæli

<< Home