Takk fyrir það gamla
Árið að líða og við lítum til baka, hvað stóð uppúr 2006 hjá litlu fjölskyldunni í Boston.
Í janúar vorum við að koma okkur fyrir í Boston eftir að hafa flutt út um miðjan december 2005. Magga byrjaði í skólanum, Gummi fór í fæðingarorlof og Hrafnkell svaf. Við afhentum verslunarmönnum í Boston flest alla okkar peninga, í staðinn fengum við mumblur og tól. Ekki má gleyma skrúðgöngunni sem við tókum þátt í á First Night.
Fullt af skemmtilegu fólki kom í heimsókn fyrstu mánuðina, Ása mamma og Árni pabbi í des.-jan., Halla mamma í feb., Ósk og Ingi í mars og að lokum Helga, Gummi Anton og Helgi Sigurður í apríl.
Í maí lauk fyrstu önn hjá Möggu og það rigndi svo mikið að byrjað var að leka inn í íbúðinna okkar, því flúðum við til Aruba, sem var lúxus ferð frá A-Ö og jafnvel lengra en Ö.
Júní, júlí og fram í ágúst vorum við á Íslandi, fátt gerðist annað en vinna, sofa, vinna og sumarbústaðarferðir.
Í ágúst vorum við kominn til Boston í æðislegt sumarveður, Gummi byrjaði í meistaranámi og önn tvö byrjaði í meistaranámi Möggu. Við tók stíf dagskrá til jóla, Magga læra, Gummi hugsa um Kela, Gummi læra, Magga hugsa um Kela.
Í september komumst við að því að það er leiðinlegt að kaupa bíl en veðrið var gott.
Í október fór Hrafnkell að labba og byrjaði í leiktímum hjá Gymboree. Halla mamma kom í heimsókn og Beggi, Ester og Ragnhildur Sara áttu stutt innlit.
Í nóvember var Þakkargjörðarhátið, Ása mamma og Árni pabbi komu í heimsókn og svo fórum við öll saman til New York.
Í desember voru próf og svo próflok. Hrafnkell var skráður í leikskóla tvo daga í viku og byrjar 2 janúar, hann er búin að fara tvisvar í aðlögun og er ekki viss hvort hann sé sáttur eða ekki. Að lokum nutum við jólanna þrjú í kotinu.
Framundan er nýtt ár sem mun einkennast af lærdómi og skemmtilegheitum.
6 Comments:
Já þetta er ansi eftirminnilegt ár hjá ykkur litlu fjölskyldunni. Frábært að sjá hvað þið hafið haft það gott og fengið marga góða gesti til ykkar.
Bestu kveðjur úr "íslenska" veðrinu í Álaborg.
Íris "stressistress" (þessa daganna)
Hlakka til að sjá ykkur :)
Hæ hæ elskurnar og gleðilegt ár.
Það er aldeilismikið búið að gerast hjá ykkur síðastliðið ár. Sniðugt að gera svona upptalningu þegar mánuðurnir renna oft út í eitt. Hafið það gott og vona að Hrafnkeli líki leikskólinn,
bestu kveðjur, Helga Valdís
Heyrðu ein spurning því ég næ ykkur aldrei á netinu. Hvenær komið þið heim og hvað verðið þið lengi?
Allt mjog ovist eina sem er nokkud vist er ad vid verdum a Islandi i lok juni tvi ta er brudkaupid hennar helgu, hvenaer vid komum og forum heim veltur soldid a profunum hans Gumma i vetur
Það er margt búið að gerast hjá ykkur
þetta árið og mér finnst svo langt síðan verið var að skrúfa saman húsgögnin en samt bara eitt ár
Halla í Hafnarfirði
Skrifa ummæli
<< Home