Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, desember 31, 2006

Takk fyrir það gamla

Árið að líða og við lítum til baka, hvað stóð uppúr 2006 hjá litlu fjölskyldunni í Boston.
Í janúar vorum við að koma okkur fyrir í Boston eftir að hafa flutt út um miðjan december 2005. Magga byrjaði í skólanum, Gummi fór í fæðingarorlof og Hrafnkell svaf. Við afhentum verslunarmönnum í Boston flest alla okkar peninga, í staðinn fengum við mumblur og tól. Ekki má gleyma skrúðgöngunni sem við tókum þátt í á First Night.
Fullt af skemmtilegu fólki kom í heimsókn fyrstu mánuðina, Ása mamma og Árni pabbi í des.-jan., Halla mamma í feb., Ósk og Ingi í mars og að lokum Helga, Gummi Anton og Helgi Sigurður í apríl.
Í maí lauk fyrstu önn hjá Möggu og það rigndi svo mikið að byrjað var að leka inn í íbúðinna okkar, því flúðum við til Aruba, sem var lúxus ferð frá A-Ö og jafnvel lengra en Ö.
Júní, júlí og fram í ágúst vorum við á Íslandi, fátt gerðist annað en vinna, sofa, vinna og sumarbústaðarferðir.
Í ágúst vorum við kominn til Boston í æðislegt sumarveður, Gummi byrjaði í meistaranámi og önn tvö byrjaði í meistaranámi Möggu. Við tók stíf dagskrá til jóla, Magga læra, Gummi hugsa um Kela, Gummi læra, Magga hugsa um Kela.
Í september komumst við að því að það er leiðinlegt að kaupa bíl en veðrið var gott.
Í október fór Hrafnkell að labba og byrjaði í leiktímum hjá Gymboree. Halla mamma kom í heimsókn og Beggi, Ester og Ragnhildur Sara áttu stutt innlit.
Í nóvember var Þakkargjörðarhátið, Ása mamma og Árni pabbi komu í heimsókn og svo fórum við öll saman til New York.
Í desember voru próf og svo próflok. Hrafnkell var skráður í leikskóla tvo daga í viku og byrjar 2 janúar, hann er búin að fara tvisvar í aðlögun og er ekki viss hvort hann sé sáttur eða ekki. Að lokum nutum við jólanna þrjú í kotinu.
Framundan er nýtt ár sem mun einkennast af lærdómi og skemmtilegheitum.

6 Comments:

At 2/1/07 02:40, Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er ansi eftirminnilegt ár hjá ykkur litlu fjölskyldunni. Frábært að sjá hvað þið hafið haft það gott og fengið marga góða gesti til ykkar.
Bestu kveðjur úr "íslenska" veðrinu í Álaborg.
Íris "stressistress" (þessa daganna)

 
At 2/1/07 15:38, Blogger Lara Gudrun said...

Hlakka til að sjá ykkur :)

 
At 3/1/07 05:03, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ elskurnar og gleðilegt ár.

Það er aldeilismikið búið að gerast hjá ykkur síðastliðið ár. Sniðugt að gera svona upptalningu þegar mánuðurnir renna oft út í eitt. Hafið það gott og vona að Hrafnkeli líki leikskólinn,

bestu kveðjur, Helga Valdís

 
At 3/1/07 10:26, Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ein spurning því ég næ ykkur aldrei á netinu. Hvenær komið þið heim og hvað verðið þið lengi?

 
At 3/1/07 19:22, Anonymous Nafnlaus said...

Allt mjog ovist eina sem er nokkud vist er ad vid verdum a Islandi i lok juni tvi ta er brudkaupid hennar helgu, hvenaer vid komum og forum heim veltur soldid a profunum hans Gumma i vetur

 
At 7/1/07 06:03, Anonymous Nafnlaus said...

Það er margt búið að gerast hjá ykkur
þetta árið og mér finnst svo langt síðan verið var að skrúfa saman húsgögnin en samt bara eitt ár
Halla í Hafnarfirði

 

Skrifa ummæli

<< Home