Nú er kalkúninn að vera til og seinna í kvöld förum við í partý til Tiffany´s hjónanna.
Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston
Það er nú ekki hægt að segja annað en að við virðumst hafa góða sjálfstjórn því við höfum ekkert verslað í þessar tvær vikur sem við höfum verið í Boston.
Jæja spennan magnast við að fá íbúðina okkar afhenda, skrifum undir samninginn á morgun klukkan 12:00, þar sem maður er ekki með neina credit history þ.e getur ekki sýnt fram á að maður sé áræðanlegur borgandi þarf maður að borga voða mikið fyrirfram, t.d þurfum við að borga 3 mánuði fyrirfram fyrir íbúðina okkar í staðin fyrir 1 og svo fengum við okkur gsm kort í dag og þá þurftum við að borga 1000 dollara saman (65þús íslenskar) sem tryggingu en fáum það svo endurgreitt eftir ár. Það er svosem hægt að líta á þetta sem fjárfestingu í dollurum meðan dollarinn er svona lár!
Fann flottara tré í Urban Outfiters. Gátum aðeins lagfært jólaskreytingarnar eins og sést á myndunum. Það eru ekki skreytingarnar sem gilda heldur fagnaðarerindið.
Við fórum í CambridgeSide Galleria verslunarmiðstöðina á Þorlák. Þar var traffíkinn svipuð og í Kringlunni á Þorláksmessu. Svo sá ég að mikið af fólki var einnig á Newbury street (Laugarvegurinn), þannig að þetta er ekkert ósvipað hér í Ameríku og á Íslandi.
Í gær var haldið upp á daginn og fórum við út að borða á Legal Sea Foods. Hrafnkell sló náttúrulega í gegn eins og fyrri daginn. Allir svo hrifnir af honum. Það sem toppaði kvöldið var eftirrétturinn, allra besta ostakaka sem ég hef smakkað.
Þessa getum við fengið leigða til 31 ágúst og leigan er sanngjörn og staðsetning frábær.
Íbúðarleit...
Jæja þá er heil vika liðin hjá Bostonbúum, Hrafnkell litli prins er búinn að vera veikur hann var komin með hita á sunnudagsmorgun 38,5 sem hækkaði með kvöldinu og var komin í 39 seint um kvöldið, gáfum honum verkja og hitalækkandi stíl sem sló á hitann en á mánudag hækkar hitinn aftur frameftir degi svo við ákváðum að fara með hann á vaktina á Children´s hospital sem er hér rétt hjá, þar var full biðstofa af fólki með börnin sín en við fengum forgang þar sem Hrafnkell er svo ungur og með hita, þegar við komum á spítalann var hann mældur með 39,2 stiga hita og því var ákveðið að senda hann í allskonar rannsóknir, það var tekin röntgenmynd til að athuga hvort hann væri með lungnabólgu, þvagsýni til að athuga þvagfærasýkingu og blóðprufa, einnig fékk hann 60ml af vökva í æð þar sem hann var búinn að vera frekar latur að drekka. Blóðprufan gaf eitthvað til kynna sem kallaði á mænuvökvasýni til að útiloka heilahimnubólgu, þá er athugað hvort það eru bakteríur í mænuvökvanum. Allar þessar stungur gerðu Hrafnkel auðvitað hrikalega sárann og okkur foreldrana enn sárari, verst var þegar tekið var mænuvökvasýni þá sögðu hjúkkurnar að best væri að við værum ekki inni á meðan því hann ætti eftir að öskra svo mikið en ég tók ekki annað í mál en að við værum inni en hjúkkan samþykkti bara að annað okkar væri inni til að lágmarka fólkið inni á stofunni, og ég var því inni hjá honum ég vildi nefnilega láta hjúkkurnar vita hversu sterkur hann Hrafnkell væri því það þarf að halda honum rosalega kjurrum þegar mænuvökvinn er tekinn, þegar ég sagði þeim það sagði aðalhjúkkan, já það er allt í lagi því aðstoðarhjúkkan mín er líka rosalega sterk! En aðstoðarhjúkkan hafði svo sérstaklega orð á því hvað hann væri sterkur þegar hún hélt honum svona föstum... jiminn eini hvað Hrafnkell var brjálaður minnti mig bara á hann þegar hann fæddist greyið litli. Fyrstu niðurstöður úr mænuvökvanum voru góðar en til öryggis fékk hann eina sprautu af pensilíni til öryggis því lokaniðurstöður koma ekki fyrr en eftir 2 sólarhringa. Áður en við fórum heim eftir sjö klukkutíma rannsóknir fékk hann svo Tylenol sem er svona hitalækkandi svipað og parasupp hér heima. Á þriðjudag var Hrafnkell svo orðin hitalaus sem betur fer, það var svo hringt tvisvar frá spítalanum til að athuga hvernig hann hefði það, almennileg þjónusta þar! Barnalæknirinn vildi fá hann aftur uppeftir á þriðjudag til að skoða hann aftur og til að gefa honum aðra pensilínsprautu því lokaniðurstaðan úr mænuvökvanum kemur ekki fyrr en á miðvikudag.
Heimilisfangið okkar til 11.janúar er:
Jæja þá er runnið upp þriðja kvöldið okkar hér í Boston og tíminn hefur aldeilis flogið! Hrafnkell var eins og engill í fluginu, steinsvaf eins og honum er einum lagið, en þegar hann vaknaði svangur lét hann alla í vélinni vita af sér, já það skal sko enginn reyna að svelta hann Hrafnkel okkar!