Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, desember 01, 2005


Nú eru aðeins tvær vikur í brottför og ekki seinna væna að byrja að pakka. Við erum búin að fara í gegnum fataherbergið og geymsluna. Ætli það hafi ekki verið í kringum 9 svartir ruslapokar til Sorpu og 6 svartir ruslapokar til Rauðakrossins. Sem er nokkuð mikið ef tekið er tilit til þess að við fluttum á Hjarðarhaga í maí og hefðum átt að vera búin að henda öllu þá.
Það er ekkert smá sem maður safnar af drasli. Ég tek undir grein sem birtist í Fréttablaðinu, þar er Völu Matt kennt um kaupæði íslendinga. Því verður næsta skref að senda henni reikning fyrir öllum óþarfa dóti sem fjárfest hefur verið í síðan Innlit Útlit byrjaði.
Já við eigum eftir að sakna þess að búa á Hjarðarhaga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home