Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, desember 31, 2005

Það er nú ekki hægt að segja annað en að við virðumst hafa góða sjálfstjórn því við höfum ekkert verslað í þessar tvær vikur sem við höfum verið í Boston.
Í gær var hins vegar farin ný braut því haldið var í svokallaðan "shop til you drop" verslunarleiðangur. Öllum deginum var eitt í að kaupa og reglan var ef þú ert meira en tíu mínútur inni i búð þá þarftu að kaupa eitthvað. Mamma tók regluna svo alvarlega að þegar hún hafði verið að hjálpa pabba að velja leðurjakka og hann var að borga þá reif hún einn jakka af slánni skellti sér í hann og úr aftur og keypti hann. Já til hvers að eyða tímanum í að mátta marga, betra er að velja þann fyrsta. Það má segja að við vorum dauðuppgefinn eftir daginn og með það mikið af pokum að við urðum að taka tvo leigubíla heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home