Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, desember 26, 2005

Jæja spennan magnast við að fá íbúðina okkar afhenda, skrifum undir samninginn á morgun klukkan 12:00, þar sem maður er ekki með neina credit history þ.e getur ekki sýnt fram á að maður sé áræðanlegur borgandi þarf maður að borga voða mikið fyrirfram, t.d þurfum við að borga 3 mánuði fyrirfram fyrir íbúðina okkar í staðin fyrir 1 og svo fengum við okkur gsm kort í dag og þá þurftum við að borga 1000 dollara saman (65þús íslenskar) sem tryggingu en fáum það svo endurgreitt eftir ár. Það er svosem hægt að líta á þetta sem fjárfestingu í dollurum meðan dollarinn er svona lár!
Við viljum þakka öllum fyrir frábæru gjafirnar, það sem stendur einna hæst er vefmyndavél sem Helga og Gummi gáfu okkur, sú flottasta á markaðnum rosa fín gæði og innbyggður míkrafónn og allt þ.a endilega komið og spjallið við okkur á msn þá getið þið séð Hrafnkel prins í lifandi mynd;) Tókum upp myndband með vefmyndvélinni af Hrafnkeli þegar hann var að tala og tala og sýndum honum svo sjálfann sig og hann fór alveg á flug talaði og talaði við sjálfan sig mega krúttlegt.
Nú í þessum töluðu orðum er Gummi að bíða eftir tengdó á flugvellinum, vona að þau komist fljótt í gegn, þau voru víst smá stressuð þar sem þau tala enga ensku og eru með hnífapörin okkar í töskunni, gangi þeim vel að útskýra 6 stk hnífa hmmm....
Gummi kenndi mömmu sinni að segja setningarnar: My son is in school, og I am living with my son, vonum bara að tollvörðurinn skilji þetta rétt ;) þ.e taki þessu ekki sem óþarfa upplýsingum að heiman..

En hér koma gsm númerin okkar við munum líklegast ekki fá okkur heimasíma og verðum því bara með þessi númer ef þið viljið hringja í okkur þá mæli ég með korti sem mamma keypti held ég bara í sjoppu það kostaði 1000 kall og hún getur talað í 4 klukkutíma til usa fyrir það, ekki slæmt það:

Magga: 617-595-2634
Gummi: 617-595-1085
ATH: ef hringt frá Íslandi þá er 001 á undan

2 Comments:

At 27/12/05 06:01, Anonymous Nafnlaus said...

Halló halló! Gaman að heyra að vefmyndavélin féll í kramið. Ég var orðin soldið nervus að þið væruð búin að kaupa. Nú þurfum við bara að fara að koma okkar í gagnið. Helgi Sigurður skilar kærri kveðju og þökk fyrir flottu jólagjöfina sína sem hann er búinn að leika sér mikið með.
Við fjölskyldan fengum jólapakkan frá Icelandair í jólagjöf. Erum ekkert smá spennt að koma til ykkar en það er nú ennþá dáldið í það og þið líklega orðin eins og innfæddir Bostonbúar þá...
Risa jólaknús til ykkar og skilið kveðjum til mömmu og pabba!

 
At 27/12/05 12:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ litla familía. Mikið er gaman að fylgjast með ykkur, þið eruð svo rosalega dugleg og við erum sko virkilega stolt af ykkur :D. Það er rosalega tómlegt á Íslandi án ykkar og við hlökkum til að sjá ykkur í vefmyndavélinni á msninu. Svo þegar það er farið að róast hjá ykkur þá verðum við að spjalla saman á skypinu ;). Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina og við biðjum að heilsa gestunum.

Chao....Íris, Björgvin og Rakel

 

Skrifa ummæli

<< Home