Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, desember 21, 2005

Jæja þá er heil vika liðin hjá Bostonbúum, Hrafnkell litli prins er búinn að vera veikur hann var komin með hita á sunnudagsmorgun 38,5 sem hækkaði með kvöldinu og var komin í 39 seint um kvöldið, gáfum honum verkja og hitalækkandi stíl sem sló á hitann en á mánudag hækkar hitinn aftur frameftir degi svo við ákváðum að fara með hann á vaktina á Children´s hospital sem er hér rétt hjá, þar var full biðstofa af fólki með börnin sín en við fengum forgang þar sem Hrafnkell er svo ungur og með hita, þegar við komum á spítalann var hann mældur með 39,2 stiga hita og því var ákveðið að senda hann í allskonar rannsóknir, það var tekin röntgenmynd til að athuga hvort hann væri með lungnabólgu, þvagsýni til að athuga þvagfærasýkingu og blóðprufa, einnig fékk hann 60ml af vökva í æð þar sem hann var búinn að vera frekar latur að drekka. Blóðprufan gaf eitthvað til kynna sem kallaði á mænuvökvasýni til að útiloka heilahimnubólgu, þá er athugað hvort það eru bakteríur í mænuvökvanum. Allar þessar stungur gerðu Hrafnkel auðvitað hrikalega sárann og okkur foreldrana enn sárari, verst var þegar tekið var mænuvökvasýni þá sögðu hjúkkurnar að best væri að við værum ekki inni á meðan því hann ætti eftir að öskra svo mikið en ég tók ekki annað í mál en að við værum inni en hjúkkan samþykkti bara að annað okkar væri inni til að lágmarka fólkið inni á stofunni, og ég var því inni hjá honum ég vildi nefnilega láta hjúkkurnar vita hversu sterkur hann Hrafnkell væri því það þarf að halda honum rosalega kjurrum þegar mænuvökvinn er tekinn, þegar ég sagði þeim það sagði aðalhjúkkan, já það er allt í lagi því aðstoðarhjúkkan mín er líka rosalega sterk! En aðstoðarhjúkkan hafði svo sérstaklega orð á því hvað hann væri sterkur þegar hún hélt honum svona föstum... jiminn eini hvað Hrafnkell var brjálaður minnti mig bara á hann þegar hann fæddist greyið litli. Fyrstu niðurstöður úr mænuvökvanum voru góðar en til öryggis fékk hann eina sprautu af pensilíni til öryggis því lokaniðurstöður koma ekki fyrr en eftir 2 sólarhringa. Áður en við fórum heim eftir sjö klukkutíma rannsóknir fékk hann svo Tylenol sem er svona hitalækkandi svipað og parasupp hér heima. Á þriðjudag var Hrafnkell svo orðin hitalaus sem betur fer, það var svo hringt tvisvar frá spítalanum til að athuga hvernig hann hefði það, almennileg þjónusta þar! Barnalæknirinn vildi fá hann aftur uppeftir á þriðjudag til að skoða hann aftur og til að gefa honum aðra pensilínsprautu því lokaniðurstaðan úr mænuvökvanum kemur ekki fyrr en á miðvikudag.
Annars er hann Hrafnkell allur að hressast búinn að vera hitalaus núna síðan á þriðjudagsmorgun en hann er enn soldið stíflaður í nefinu og malar því eins og köttur þegar hann andar í gegnum nefið.
En það er ekki hægt annað en að hrósa þessari frábæru þjónustu sem við fengum á spítalanum, og því erum við ákveðin í að kaupa tryggingu handa Hrafnkeli sem gildir á þessum barnaspítala.
Já þannig er nú það!

Af öðrum fréttum þá er Gummi búinn að vera að skoða íbúðir upp á hvern einasta dag núna því leigusalarnir fara víst í frí milli jóla og nýárs, hann var nú bara að hringja í mig og segja mér frá einni mjög skemmtilegri sjáum til hvernig það fer, hann tók myndir ;) Þannig er kerfið okkar Gummi skoðar íbúðirnar og tekur myndir fyrir mig til að sjá, þar sem Hrafnkeli leiðast svona íbúðartúrar, við fórum með hann í einn svoleiðis fyrir helgi og það var meira en nóg!!

Af jólaundirbúning er það að frétta að við erum búin að kaupa okkur jólaseríu og hengja hana upp fyrir ofan arininn;) einnig erum við búin að kaupa bose wave græjur þ.a við getum hlustað á jólalögin í virkilega tærum gæðum, mjög gott það!

Nokkrar staðreyndir í lokin:

1. Á sjötta deginum okkar í íbúðinni komst ég að því að það væri uppþvottavél til staðar
2. Í Boston kaupir maður jólaseríur í apótekum
3. Aðaljólaskreyting íbúa í Boston er krans á útidyrahurð með rauðum borða
4. Hjónin fyrir ofan okkur (eigendurnir) nota stiga til að skreyta jólatréið sitt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home